Tvímenningarnir voru handteknir og fluttir í fangageymslu. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptir ökuréttindum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla í baki og hnakka.
Skömmu fyrir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ofurölvi eldri konu í Laugarneshverfi. Var hún með reiðhjól með sér. Hún neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar og vildi ekki skýra frá dvalarstað sínum. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ölvunarástands hennar.
Í Garðabæ var 15 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hefur að vonum ekki öðlast ökuréttindi.