fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Ölvaðir í umferðaróhappi og ofurölvi eldri kona með reiðhjól

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í Miðborginni. Tjónvaldur var sagður vera ölvaður og að annar ölvaður maður væri í bifreiðinni með honum og væru þeir að drekka bjór.

Tvímenningarnir voru handteknir og fluttir í fangageymslu. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptir ökuréttindum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla í baki og hnakka.

Skömmu fyrir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ofurölvi eldri konu í Laugarneshverfi. Var hún með reiðhjól með sér. Hún neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar og vildi ekki skýra frá dvalarstað sínum. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ölvunarástands hennar.

Í Garðabæ var 15 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hefur að vonum ekki öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn