Í Háaleitis- og Bústaðahverfi hafði lögreglan afskipti af konu í annarlegu ástandi á sjöunda tímanum í gær. Hún sagðist hafa verið að kaupa sér fíkniefni og hefði notað efnin. Í kjölfarið hefði hún verið við að líða út af. Taldi hún fíkniefnasalan hafa byrlað sér ólyfjan. Hún sagði fólk einnig hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang.
Um miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í Miðborginni. Þar voru slagsmál yfirstaðin er lögreglan kom á vettvang. Einn blóðugur maður var þá á vettvangi. Frekar upplýsingar liggja ekki fyrir um málið að sinni.