Á sjöunda tímanum í gær var 7 ára drengur bitinn í hægra læri af hundi. Roði sást í kringum sárið. Þegar lögreglan kom á vettvang var faðir drengsins á vettvangi ásamt eiganda hundsins og hundinum.
Faðir drengsins hafði engar kröfur uppi í málinu. Eiganda hundsins var mjög brugðið vegna hegðunar hundsins, sem er eins árs, og sagði hann aldrei hafa gert neitt þessu líkt áður. Hann ætlar að láta svæfa hann.