fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hernaðarsérfræðingur segir Rússa hafa gert fern stór mistök – „Þetta er stórslys hjá Rússum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:12

Ónýtur rússneskur skriðdreki með úkraínska fánann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lýstu Rússar yfir sigri í orustunni um Luhansk í Úkraínu og hafa nú beint sjónum sínum að Donetsk en næsta markmið þeirra er að leggja héraðið undir sig. Ef þeim tekst það hafa þeir náð öllu Donbas á sitt vald en Luhansk og Donetsk eru oft kölluð Donbas. En það að þeir hafi náð Luhansk á sitt vald þýðir ekki að hægt sé að segja þá vera sigurvegara stríðsins. Fyrir því eru fjórar ástæður að mati Tormod Heier, sem er prófessor við norska varnarmálaskólann.

Í samtali við VG sagði hann að fjögur atriði komi í veg fyrir að hægt sé að tala um sigur Rússa í stríðinu og skipti þá engu þótt Rússum takist að ná öllu Donbas á sitt vald. Þessi fjögur atriði eru bein afleiðing af því sem Rússar hafa gert.

Hann sagði að í fyrsta lagi hafi stríðið orðið til þess að Bandaríkin séu nú mun sýnilegri í Evrópu og hafi fært sig nær rússnesku landamærunum og hafi mikið af vopnum með sér.

Í öðru lagi hafi stríðið orðið til þess að tvö mikilvæg ríki, nokkurskonar stuðpuðaríki, hafi sótt um aðild að NATÓ. Þetta eru Finnland og Svíþjóð. Aðild þeirra að NATÓ veitir Bandaríkjamönnum tækifæri til að koma sér upp herstöðvum mjög nærri Rússlandi.

Þriðja atriðið er að Rússar standa nú frammi fyrir enn meiri samstöðu NATÓ en áður. Innrásin hefur einfaldlega þjappað NATÓ-ríkjunum saman.

Fjórða atriðið snýr síðan að Þýskalandi því Þjóðverjar hafa ákveðið að efla her sinn. Þeir hafa meðal annars ákveðið að setja 100 milljarða evra í að nútímavæða herinn og styrkja. „Þýskaland verður líklega ráðandi hernaðarafl ekki fjarri rússnesku landamærunum. Þetta eru risastór mistök af hálfu Rússa,“ sagði Heier.

Hann sagði að þetta þýði að þótt Rússum takist að leggja Donbas undir sig og halda þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í suðausturhluta Úkraínu þá geti þeir ekki kallað sig sigurvegara. Markmiðið með innrásinni hafi verið breyta hernaðarlegum sigrum í pólitískan ávinning. En það hafi ekki tekist hjá Rússum. Þetta er stórslys hjá Rússum í fjórum til fimm atriðum og hefur haft í för með sér að þeir hafa aldrei verið viðkvæmari,“ sagði Heier.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin