fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Vagnstjóri kýldur í andlitið – Eldur í heimahúsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í Breiðholti. Þar hafði ósáttur viðskiptavinur kýlt vagnstjóra hjá Strætó í andlitið.

Klukkan 21 var tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði. Þetta reyndist vera minniháttar eldur og náði tilkynnandi að slökkva hann sjálfur áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Fjórir ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra hafði lent í umferðaróhappi áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir reyndust vera sviptir ökuréttindum.

Í Hafnarfirði var brotist inn í tvö atvinnuhúsnæði og fjármunum stolið.

Tvö rafskútuslys urðu í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi og nótt.

Einn var handtekinn í verslun í Árbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi en viðkomandi hafði reynt að stela úr versluninni. Hann neitaði að veita lögreglu umbeðnar persónuupplýsingar og var að lokum vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá