fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Segir leyfi flugstjórans ekki tengjast fréttaflutningi DV – Allir flugmenn undirgangast bakgrunnsskoðun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 12:25

Ásdís Ýr Pétursdóttir. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Ýr Pétursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Icelandair, segir að leyfi flugstjóra sem er á skilorði vegna dóms fyrir ölvunarakstur, sé ótengt fréttaflutningi DV af málinu. DV sagði í frétt fyrr í morgun að maðurinn virðist hafa verið settur í leyfi vegna fréttarinnar en hann var allt þar til í gær á vinnuplani Icelandair í júlí. Liggur fyrir að hann fékk gefna út vinnuskrá fyrir júlímánuð.

Ásdís segir hins vegar í tölvupósti til DV að maðurinn hafi ekki flogið fyrir Icelandair síðan snemma í júní:

„Til leiðréttingar þá hefur starfsmaðurinn sem um ræðir verið í leyfi frá störfum undanfarnar vikur og ekki flogið fyrir félagið síðan snemma í júní. Málið tengist því að engu leyti fréttaflutningi DV.“

Ásdís leitast jafnframt við að svara almennum fyrirspurnum DV um starfsreglur Icelandair varðandi tilvik sem þetta:

„Ef félagið er upplýst um að starfsfólk hafi gerst brotlegt við lög er gripið til ráðstafana út frá alvarleika málsins. Hvert tilvik fyrir sig er metið. Að öðru leyti gilda siðareglur félagsins fyrir allt starfsfólk en umfram þær þurfa flugmenn að hafa gilt flugskírteini sem er útgefið af Samgöngustofu sem og heilbrigðisvottorð í gildi frá sömu stofnun. Allir flugmenn undirgangast bakgrunnsskoðun sem er framkvæmd af lögreglustjóranum á Suðurnesjum á fimm ára fresti og skila hreinu sakavottorði áður en þeir hefja störf hjá Icelandair.“

Dómur var kveðinn upp yfir manninum haustið 2020 en hann er tilkominn vegna sorglegs atviks sem átti sér stað í lok árs 2017. Maðurinn ók þá svokölluðum buggy-bíl í Hafnarfirði að nóttu til, undir áhrifum áfengis, og velti bílnum. Farþegi í bílnum, annar flugmaður, örkumlaðist fyrir lífstíð í slysinu en flugstjórinn sjálfur slasaðist lítillega. Málið komst í fréttir núna í vikunni vegna þess að dómur féll í skaðabótamáli farþegans við VÍS sem neitaði að greiða honum fullar bætur þar sem hann hafi mátt vita af þeirri áhættu sem fylgdi því að setjast upp í bíl með ökumanni sem var undir áhrifum áfengis.

Ekki kemur fram í svari Ásdísar hvort leyfi flugstjórans tengist þessu máli eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“