fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Pútín með nýja áróðursaðferð sem byggist á vestrænni hugmynd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar, undir forystu Vladímír Pútíns forseta, eru byrjaðir að beita nýrri áróðursaðferð til að reyna að vinna Úkraínumenn á sitt band. Aðferðin er sótt til Vesturlanda.

Þetta snýst um að rússneskar borgir og bæir eru gerðir að vinabæjum úkraínskra bæja og borga. Síðan heita vinabæirnir því að aðstoða við uppbygginguna í Úkraínu og reynt er að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum.

Flestir hér á landi kannast eflaust við vinabæjaaðferðina en margir bæir hér á landi eiga sér vinabæi hér og þar um heiminn.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þessi aðferð Rússa hafi byrjað að sjást í lok maí þegar rússnesk yfirvöld lýstu því yfir að St Pétursborg væri vinaborg Maríupól sem Rússar lögðu í rúst áður en þeir náðu henni á sitt vald.

Í kjölfar yfirlýsingarinnar tilkynnti borgarstjórinn í St Pétursborg að borgin myndi aðstoða íbúa Maríupól við endurbyggingu hennar. Þetta telur Ivan Preobrazjensky, stjórnmálaskýrandi hjá Moscow Times, vera aðferð Rússa til að flytja ábyrgðina á enduruppbyggingunni frá stjórnvöldum í Kreml til héraðanna sjálfra. Með þessu séu Rússar að stela hugmyndum Vesturlanda um enduruppbyggingu Úkraínu.

Breskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar reyni að grafa undan úkraínskum stjórnvöldum með því að setja strengjabrúður sínar í embætti borgar- og bæjarstjóra í Úkraínu og með því að auðvelda Úkraínumönnum að fá rússneskan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“