fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Í nálgunarbann eftir ógnarástand – Nauðgað á Hólmsheiði og Sogni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 11:03

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur úrskurðaði mann í fyrradag í hálfs árs nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni og börnum. Fólkið býr á Suðurlandi. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður ógilt ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi um nálgunarbann á manninn. Lögreglustjóri áfrýjaði þeirri ákvörðun til Landsréttar sem sneri við úrskurðinum.

Í úrskurði Landsréttar eru endursagðar óhugnanlegar lýsingar sambýliskonunnar á ofbeldi mannsins og ástandi hans. Segir hún manninn hafa nauðgað sér í tvígang í fangelsisheimsóknum, í fangelsinu á Hólmsheiði árið 2017 og í fangelsinu að Sogni árið 2022. Einnig lýsir hún ofbeldi hans á heimili þeirra sem börnin hafi orðið vitni að. Í úrskurði héraðsdóms er þessu lýst svo:

Í framangreindri ákvörðun lögreglustjóra segir að mál sé þannig til komið að brotaþoli hafi mætt á lögreglustöð þann 25. júní sl. til að leggja fram kæru á hendur kærða, sem hún kvað vera í neyslu og hafi þá verið vakandi í þrjá sólarhringa. Í framburði brotaþola við skýrslugjöf þann sama dag, hafi hún lýst aðstæðum á heimilinu daginn áður þannig að kærði hafi verið þar undir vímuáhrifum, með háreysti og ógnandi, barið í veggi og hrækt framan í brotaþola. Hafi börn þeirra, […] ára, […] ára og […], verið stödd á heimilinu og að einhverju leyti orðið vitni að atburðarásinni og grátið. Þá hafi brotaþoli lýst langvarandi andlegu ofbeldi af hálfu kærða og ógnarástandi sem hún hafi búið við frá upphafi ástarsambands þeirra, sem hafi staðið yfir með hléum frá árinu 2016. Á því tímabili hafi hann þó að megninu til verið í afplánun í fangelsi. Brotaþoli hafi lýst því að kærði hefði í tvígang nauðgað henni. Í fyrra skipti í fangelsinu á Hólmsheiði, á árinu 2017, og í síðara skipti í fangelsinu að Sogni í apríl 2022. Við lok skýrslutökunnar hafi brotaþoli óskað eftir nálgunarbanni gagnvart kærða, enda væri hún mjög hrædd við kærða, sem væri óvelkominn að heimili hennar.

Í kjölfar framangreindrar skýrslugjafar brotaþola hjá lögreglu hafi lögregla farið að heimili brotaþola, þar sem kærði hafi lokað sig inni og neitað að opna fyrir lögreglu. Þegar lögregla hafi komist inn hafi kærði verið handtekinn og færður í klefa. Kærði hafi verið undir miklum sjáanlegum áhrifum vímuefna við handtöku og munnvatnssýni hafi sýnt jákvæða svörun á fíkniefni. Í kjölfar handtöku kærða hafi verið framkvæmd húsleit á heimilinu, þar sem fundist hafi meint fíkniefni og lyf í eigu kærða, sem hald hafi verið lagt á.

Þá segir í ákvörðuninni að kærði eigi langan sakaferil að baki sem nái allt aftur til ársins 2007. Þá hafi kærði hlotið fjölmarga refsidóma, þ. á m. fyrir endurtekin ofbeldisbrot, auk ýmissa annarra hegningarlagabrota, sem og endurtekin brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Þá eigi kærði ólokin mál til meðferðar hjá lögreglu og sé samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum í fíkniefnaneyslu. Auk alls framangreinds liggi fyrir að á árinu 2019 hafi kærði hlotið refsidóm á […] vegna ofbeldis gagnvart brotaþola. Enn fremur sem kærði hafi áður sætt nálgunarbanni gagnvart brotaþola, samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi frá 27. mars 2019.

Landsréttur staðfestir ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 26. júní um að maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart konunni í sex mánuði. Er lagt bann við því að hann komi að eða sé við heimili hennar, á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus mælt frá miðju hússins. Auk þess er honum bannað að veita eftirför, heimsækja, nálgast hana á almannafæri sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu konunnar hverju sinni, eða vera með nokkru móti í sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“