fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Björn segir of marga millistjórnendur á Landspítalanum – Sagði upp 550 yfirmönnum og skrifstofufólki á Karólínska-sjúkrahúsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú spurning vaknar hvort uppsagnir millistjórnenda og annars skrifstofufólks gætu verið framundan á Landspítalanum eftir ummæli Björns Zoëga, nýkjörins stjórnarformanns spítalans, í Morgunblaðinu í morgun.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýja stjórn Landspítalans í gær og er Björn stjórnarformaður. Hann gegnir eftir sem áður starfi forstjóra Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, þar sem hann hefur gert miklar breytingar og eflt mjög rekstur stofnunarinnar.

Það kveður við svipaðan tón og í fyrri viðtölum við Björn þar sem hann lýsti rekstrarbreytingum sínum í Svíþjóð í viðtalinu í Morgunblaðinu dag. Segir Björn að á Landspítalanum vinni allt of margt fólk sem vinni ekki við að þjónusta sjúklinga og hafi fjöldi þeirra aukist meira en þeirra sem vinna við þjónustu við sjúklinga. Segir hann að meta þurfi starfsmannaþörf Landspítalans og einfalda reksturinn. Þurfi meðal annars að skoða hvort millistjórnendur séu of margir.

Björn tók við starfi forstjóra Karólínska-sjúkrahússins árið 2019. Það kom fram í viðtali hans við Dagmál Morgunblaðsins í fyrra að hann hefði sagt upp 550 millistjórnendum og skrifstofumönnum. Á sama tíma hefði hann fimmfaldað gjörgæsluna á sjúkrahúsinu.

DV hafði samband við Björn og spurði hvort lesa mætti út úr viðtali hans við Morgunblaðið í dag að von væri á uppsögnum millistjórnenda og skrifstofufólks á Landspítalanum. Björn hvort neitar því né játar en svar hans er eftirfarandi:

„Frekari greining með nýjustu tölum þarf áður en forstjóri í samráði við stjórn tekur slíkar ákvarðanir.“

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, er ánægður með tóinn í viðtali Morgunblaðsins við Björn. Ljóst er að hann telur æskilegar breytingar vera í vændum. Ragnar ritar á Facebook-síðu sína:

„Það er frískandi að sjá viðtal við stjórnarformann LSH (og fyrrv. forstjóra) Björn Zoega. Hann staðfestir það sem við á gólfinu hefur lengi grunað – einfalda þarf stjórnskipulag spítalans, fækka millistjórnendum og valdefla starfsfólk á gólfinu sem sinnir sjúklingum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá