fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tímamót á morgun: Fyrsti áfengi drykkurinn seldur frá einkaaðila til einkaaðila síðan 1912

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 18:49

Smiðjan skálar í tilefni dagsins - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, í fyrsta skipti síðan 1912, verður áfengur drykkur seldur í smásölu af einkaaðila til einkaaðila. Smiðjan Brugghús í Vík í Mýrdal hefur nú fengið afhent leyfi fyrir sölu áfengis af framleiðslustað í samræmi við nýsamþykkt lög þar um.

„Þá erum við komin með leyfið fyrir því að mega selja bjór frá framleiðslustað, að því við bestum vitum þau fyrstu í landinu, við ætlum að byrja formlega að selja kl 12 á morgun 14 júlí!!!“ segir í færslu sem brugghúsið birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Lögin heimila litlum brugghúsum, svokölluðum handverksbrugghúsum, sem framleiða minna en hálfa milljón lítra á ári að selja eigin framleiðslu á framleiðslustað.

Þó nokkuð var tekist á um málið á Alþingi en pólitísk átök um áfengissölu eru þó ekki ný af nálinni. Eftir fjölmargar tilraunir til þess að höggva í einokunarverslun ríkisins með áfengi unnu fylgismenn frelsis á markaðnum loks sigur í vor.

Fastlega má búast við að önnur brugghús fylgi fordæmi Mýrdælinganna í Bruggsmiðjunni á næstu dögum og mun þannig sölustöðum bjórs fjölga hratt næstu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“