fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kötturinn sem Reykjavíkurborg týndi fannst loks eftir mánaðarleit

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. júní síðastliðinn greindi DV frá því að köttur Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur hefði verið numinn á brott af starfsfólki dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. Það sem meira var þá týndi starfsfólk borgarinnar kettinum í kjölfarið.

Sjá einnig: Reykjavíkurborg nam kött Guðmundar og Blævar á brott og týndi honum svo – „Ég skil ekki neitt og ég er algjörlega brjálaður“

Leitað hefur verið að kettinum, sem heitir Nóra, í um mánuð og það bar árangur að lokum þar sem kötturinn er nú loksins kominn heim til sín.

Guðmundur greindi sjálfur frá því að Nóra væri komin heim í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

„REYKJAVÍKURBORG FANN KÖTTINN OKKAR

Eftir mánuð að heiman er Nóra loksins komin heim. Hún týndist í Laugardalnum og sást oft í Fjölskyldugarðinum en hvorki starfsfólki garðsins né okkur tókst að fanga hana, enda var hún orðin gríðarlega hvekkt og hrædd við búr.
Loksins í dag náði starfsfólk garðsins að góma hana og koma henni heim. Hún malar og er ánægð að vera heima hjá sér. Vill bara kúra og láta klappa sér. Hún er með skrámu á nefinu en að öðru leyti sjálfri sér lík. Við heimilisfólkið ætlum aldeilis að dekra við hana næstu daga.
Við erum þakklát fyrir hjálpina sem við fengum frá starfsfólki Reykjavíkurborgar á meðan Nóra var týnd. Starfsfólkið á svæðinu sá til þess að hún fengi að borða og þau létu okkur vita þegar til hennar sást.

Vonandi verður ævintýri Nóru til þess að Reykjavíkurborg breyti verklagi sínu þegar kemur að svona aðgerðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“