fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jónas og áttræð mamma hans hlutu dóma í Stóra læknadópsmálinu – Græddu saman 84 milljónir á glæpum sínum

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas James Norris var sakfelldur fyrir stórfellda sölu lyfseðilsskyldra lyfja á svörtum markaði og fyrir að hafa þvætt fjárhagslegan ávinning brotanna frá árinu 2013 til mars 2019. Hlaut Jónas James, sem er fæddur árið 1962,  tveggja ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína. Móðir hans, Anna Norris, sem er fædd 1942 , var einnig ákærð fyrir þátttöku í peningaþvætti með syni sínum og hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Tveir aðrir einstaklingar voru ákærðir í málinu, meðal annars fyrrum kærasta Jónasar James, en dómari komst að þeirri niðurstöðu að þau skyldu sýkn saka.

Í dómi kemur fram að Jónas og móðir hans eru talin hafa hagnast um 84 milljónir króna á lyfjasölunni en þau neituðu bæði sök.

Seldi „eitthvað pínulítið“

Jónas James var handtekinn vegna gruns um sölu og dreyfingu á læknalyfjum og í kjölfarið réðst lögreglan í þrjár leitir á Jónasi og heimili hans á árs tímabili. Fyrst húsleit í febrúar 2018,  síðan líkamsleit í október 2018 og aftur í mars 2019 en í þessum leitum fannst  mikið magn af lyfjum og vopnum.  Um hundruð taflna var að ræða af lyfjunum Mogadon, Lexotan, OxyContin, Contalgin og Rítalíni.

Jónas James neitaði því við yfirheyrslu að hann væri að selja lyfin heldur keypti hann þau sjálfur á svörtum markaði og neytti þeirra sjálfur. Síðar viðurkenndi hann að hafa selt „eitthvað pínulítið“. Stundum hafði hann haft töflur til geymslu fyrir aðra en hann þyrfti sjálfur á rítalíni að halda vegna ADHD.

Í húsleitinni fundust þá handjárn og raflostbyssa, 1016 stk. af skotfærum auk fjölda hluta í skotvopn, þar á meðal hljóðdeyfa og var Jónas ákærður fyrir brot á vopnalögum vegna þessa. Vopnin fundust í ólæstum hirslum en hluti skotfæranna flutti Jónas inn ólöglega með farþegaflugi.

Mikill munur á tekjum og útgjöldum

Í dómsorði kemur meðal annars fram að Jónas James og móðir voru sakfelld því mikill munur var á rekjanlegum tekjum þeirra, samkvæmt skattskýrslum og bankagögnum og rekjanlegum útgjöldum, sem voru allar færslur sem fóru út af bankareikningum þeirra og reiðufjárgreiðslur vegna fasteigna-, bifreiða-og gjaldeyriskaupa.

Rekjanlegar tekjur Jónasar á tímabilinu 28. september 2012 til og með 30. október 2018 voru 30 milljónir króna en rekjanleg útgjöld 107 milljónir króna. Rekjanlegar tekjur Önnu á sama tímabili var 24 milljónir króna en rekjanleg útgjöld 48 milljónir króna.

Hvorugt þeirra gat gefið trúverðugar skýringar á þessum mismun.

Jónas James sagðist meðal annars aðstoða fólk í lyfjakaupum og geyma stundum peninga inni á reikningi sínum og væri því einskonar „hraðbanki á hjólum“. Þá hefði hann fengið 8-9 milljónir í arf eftir föður sinn, peninga sem hann hefði fundið og talið að hann þyrfti ekki að gefa upp til skatts.

Í dómnum kemur fram að Jónas James keypti helmingseign í fasteign og bifreið á tímabilinu sem dómari úrskurðaði að skyldi gerð upptækt.

Þá var Jónasi James gert að greiða  7,8 milljónir króna í málsvarnarlaun en Anna rúmlega 4,3 milljónir króna.

Skrautlegur sakaferill að baki

Jónas á sér langan sakaferil. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilvikum fyrir auðgunarbrot eða tilraun til þeirra frá árinu 1980. Í maí árið 2017 var Jónas dæmdur í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir vörslu lyfseðilsskyldra lyfja og vopna sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Sama var uppi á teningnum árið 2014 þegar Jónas var dæmdur fyrir vörslu riffils, hljóðdeyfis og ninjasverðs skreyttu snákshöfði. Samtals hefur Jónas hlotið 22 refsidóma og margoft hefur lögregla lagt hald á þau sömu lyf og nú er ákært vegna sem voru í vörslu Jónasar.

Árið 2004 var Jónas sýknaður í Hæstarétti og lét þá hafa eftir sér: „Jú, þetta hefur aldrei gerst áður.“ DV sagði frá málinu á sínum tíma.

Lesa má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð