Einn var handtekinn í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í gær en sá er grunaður um hótanir og eignaspjöll.
Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en bifreið hans mældist á 151 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Einn ökumaður var kærður fyrir notkun farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.
Skráningarnúmer voru fjarlægð af fjórum ótryggðum ökutækjum.