Skiptum er lokið í þrotabúi Ísbúðarinnar Álfheinum ehf, en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í lok árs 2020. Engar eignir fundust í búinu. Forgangskröfur, laun og skattar, voru tæplega 1,4 milljónir króna, en almennar kröfur voru 33 milljónir 763.032 kr.
Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag.
Ísbransinn getur verið flókinn eins og sumir aðrir geirar og ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra í málinu, Ómari Erni Bjarnþórssyni, var ísbúðin sem hið gjaldþrota félag, Ísbúðin Álfheimum, rak, ekki staðsett í Álfheimum heldur á í Faxafeni. Í Álfheimum rak fjölskylda ein um áratuga skeið blómlega ísbúð og seldi hana síðan. Ísbúð Huppu er nú starfrækt á sama stað.
Þess má geta að önnur ísbúð er nú rekin í Faxafeni og er í fullum rekstri. Er hún algjörlega ótengd þessum vendingum.
Fréttinni hefur verið breytt