fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gistiheimilið Bjarmaland hraunar yfir Rakel Garðarsdóttur – „Eg er dóttir Jóns Ívars Halldórsson skipstjóra þid eruð hálvitar Rakel Garðarsdóttir Punktur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. júlí 2022 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennileg skrif í nafni Gistiheimilisins Bjarmalands á Facebook hafa stundum vakið athygli og orðið að fréttaefni. Þetta gerðist aftur um helgina. Kona að nafni Helga Berglind Jónsdóttir hraunar þá hressilega yfir Rakel Garðarsdóttur, í nafni Gistiheimilisins Bjarmalands. Tilefnið eru skoðanaskipti um fiskeldi.

Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi hjá leikhópnum Vesturport, aktívisti og stofnandi og framkvæmdastýra samtakanna Vakandi. Vakandi eru samtök sem vinna að vitundarvakningu um sóun matvæla. Rakel deilir á Facebook-síðu sinni viðtali Vísis við finnska leikarann Jasper Pääkkönen, sem staddur er hér á landi að vinna að heimildarmynd um Norður-Atlantshafslaxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Í viðtalinu fer Jasper hörðum orðum um laxeldi á Íslandi og telur óskiljanlegt að Íslendingar hafi leyft því að festa rætur. Rakel lýsir sig sammála Finnanum. Á Facebook-síðu Rakelar kemst Gistiheimilið Bjarmaland svo að orði:

„Ég held ad Rakel Garðarsdóttir ætti að gæta syn hvern hún er að drulla yfir – Jón Ívar Halldórsson faðir gogglaðu þad googlaðu svo Afa þinn sem stofnaði nauðgunarheimilið Breiðuvik. Þar sem drengjum var misþyrmt flottur afi þinn. Merkilegt þetta 101 pakk sem hefur aldrei mýgid í saltan sjó“

Ennfremur segir gistiheimilið:

„Rakel Garðarsdóttir og vesturport ætti ad líta í eigin barm áður enn þad ber lygasögu a borð fyrir Íslendinga Eg er dóttir Jóns Ívars Halldórsson skipstjóra þid eruð hálvitar Rakel Garðarsdóttir Punktur“

„Ekki vildi ég gista á þessu orðljóta gistiheimili,“ segir einn þátttakandi í umræðunum og fleiri taka í sama streng.

Rakel segir sjálf í samtali við DV að hún myndi varla þora að gista í Bjarmalandi eftir þessi samskipti. Hún bendir jafnframt á að hún búi í 105 en ekki 101. Kona ein skrifar á Facebook-síðu hennar:

„Ég er orðlaus yfir þessum manni og þessum dónaskap. En hann er að tala um afa okkar Hlyns, Gísla afa, hann var einn af þeim sem kom á fót Breiðavíkurheimillinu. Hugsunin var að bæta úrræði fyrir unga drengi og hugsunin á bakvið hugmyndina var góð, enda var afi góður maður. Hann kom hins vegar ekki nálægt rekstrinum né starfsemi heimilisins og var látinn löngu áður en það hræðilega mál kom allt upp.  Þessi maður á greinilega við vandamál að stríða og er gistiheimilinu Bjarmalandi ekki til sóma“

Vildi fara í sleik við Covid-sýkta manneskju

Sá sem skrifar í orðastað gistiheimilisins segist raunar vera kona. Í nóvember árið 2021 greindi DV hins vegar frá mjög sérkennilegum skrifum á heimasíðu gistiheimilisins. Þá birtist svohljóðandi færsla:

„Ég er ekki á móti bólusetningum! Bjó í Chile í mörg ár. Ég fékk bólusetningar sem Íslendingar fá ekki. Ég samþykki EKKi covid 19 Spike prótín tilraunasprautuna. Og mun gefa mig fram að fara í sleik við sýkta manneskju af Covid-19 og sýna ykkur hvað mun gerast. Á MÍNU HEIMILI HEFUR ENGINN FENGIÐ HÓAX SPRAUITUNA! Enginn fengið Covid 19 og við þekkjum engan sem hefur veikst af covi 10. HOAX Punktur“

DV hafði þá samband við eigandann Gísla Matthíasson sem sagði að þetta hefði verið skrifað í „bríarí og fyllerí“ og hefði enga merkingu. Eyddi hann umræddri færslu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar