fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Einföld ráð sem hjálpa til við að halda heimilinu hreinu og fínu

Fókus
Mánudaginn 11. júlí 2022 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

-Fingraför valda leiðinlegum blettum á tækjum og tólum úr ryðfríu stáli. Leið til að forðast það er að bera á þau bílabón, leyfa því að þorna og þurrka svo yfir.

-Það getur verið erfitt að ná mjólkurblettum úr fatnaði en þótt ótrúlegt megi virðast virka kóka kóla vel. Látið blettinn liggja í gosdrykknum í fimm mínútur áður ef flíkin er þvegin.

-Kókið virkar einnig vel á olíubletti. Setjið gott magn að volgu kóki yfir svæðið og bíðið í sólarhring. Hreinsið svo afganginn af gosinni upp með hreinni tusku og bletturinn ætti að vera horfinn.

-Þótt settar séu glasamottur á borð er ekki þar með sagt að allir noti þær. Það má ná kaffihringjum af borðum með því að setja smáræði af tannkrem í klút og þurrka yfir.

Tannkrem lætur píanóið glansa. Mynd/Getty

-Tannkrem virkar einnig vel til þrifa á nótnaborðum píanóa.

-Tannkrem kemur enn og aftur til góða þegar þrífa skal blettað járn. Með því að nota tannkrem og tannbursta er oftar en ekki unnt að ná blettum af járntólum.

-Matarsódi er snilldarefni sem nota má á marga vegu til þrifa, ekki síst til að eyða ólykt. Til að mynda er gott að strá matarsóda yfir sófa og stóla, bíða í klukkutíma og ryksuga síðan. Allur leiðnda fnykur sem hefur myndast af fjölda rassa í viðkomandi húsgagni hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ef lyktin er sérlega hvimleið er ráð að hafa matarsódann á yfir nótt.

-Til að þrífa strigaskó er gott ráð að að blanda saman einni teskeið af þvottaefni við einn bolla af vatni og nudda skóna með blöndunni, bæði efnishluta þeirra og gúmmí. Aldrei þó á leður. Það er einnig snjallt að nota tannkrem til þrifa á hvítum strigaskóm.

Hvað hafa margir látið einn vaða í þinn sófa? Mynd/Getty

-Það er til einföld leið til að fjarlægja kalk af blöndunartækjum. Setja hálfa sítrónu á stút blöndunartækjanna og setjið lítinn plastpoka utan sítrónuna. Festið pokann við með gúmmíteygju og bíðið í nokkra klukkutíma. Þegar pokinn með sítrónunni er fjarlægður þarf aðeins að renna yfir með rakri tusku og kalkið hverfur.

-Stundum vilja myndast ryðblettir á áhöldum úr ryðfríu stál. Það má ná þeim af með því að nudda ryðblettinn létt með sítrónusafa.

-Það vilja safnast saman óhreinindi í örbylgjuofnum sem harðna og erfitt er að þrífa. En með því að kreista safa úr einni sítrónu og setja í skál af volgu vatni ásamt niðurrifnum berkinum má leysa málið. Setjið skálina í örbylgjuofninn og stillið ofninn á fimm mínútur. Vatnið sýður og gufan sem af því kemur leysir upp óhreinindin. Rennið svo einfaldlega yfir með tusku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar