fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dísa segir skilið við brjóstapúðana eftir 16 ár – „Ég vildi óska þess að læknirinn hefði unnið vinnuna sína rétt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. júlí 2022 14:00

Mynd: Harpa Ósk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Dísa Rhiannon Edwards, þjálfari og löggildur fasteigna- og skipasali, var 18 ára gömul var hún óörugg með brjóstin sín. Henni fannst þau vera of lítil og ákvað því að fá sér sílíkonpúða til að stækka þau. Nú, 16 árum síðar, hefur Dísa látið fjarlægja púðana eftir að hafa glímt við ýmis einkenni brjóstaígræðslusjúkdóms (e. Breast implant illness) að undanförnu.

„Ég var 18 ára þegar ég fer í aðgerðina, fer aftur 2015 og lét skipta um púða því þeir sem ég fékk fyrst voru farnir að leka. Svo hef ég bara verið að spá, hef heyrt aðeins í umræðunni um þessa púða og brjóstaígræðslusjúkdóm, heyrt aðeins um það síðastliðin tvö ár. Ég hef verið með svona ýmis einkenni sem ég hef ekki alveg fundið út af hverju þau voru þarna, fór í rannsóknir til læknis og það kom allt eðlilega út. Þetta var eiginlega bara endastöðin, að láta fjarlægja púðana og athuga hvort ég lagist við það,“ segir Dísa í samtali við blaðamann.

Dísa segir að þrátt fyrir að hún geti ekki vitað 100 prósent hvort brjóstapúðarnir hafi verið að valda einkennunum þá finnst henni afar ólíklegt að það séu svona margar konur með sömu einkenni sem eiga það eitt sameiginlegt að vera með brjóstapúða.

Ég held að það hafi bara aldrei verið gert.“

Dísa furðar sig á því að læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hennar hafi ekki látið hana vita af áhættunni sem fylgir því að fá brjóstapúða.

„Það var í rauninni ekkert sagt við mann, það var bara sagt að þetta væri mjög öruggt, að það versta sem gæti skeð væri að líkaminn myndi hafna þessu og þá þyrfti að taka þetta. Það var aldrei farið yfir neina áhættuþætti, það var alveg vitað þá en kannski ekki af almenningi – þetta stóð allt á kassanum en maður fékk ekki að sjá það,“ segir hún.

„Það stendur að það séu áhættuþættir og að læknar eigi að upplýsa viðskiptavini um hugsanlegar áhættur. Ég held að það hafi bara aldrei verið gert.“

„Þetta er náttúrulega bara aðskotahlutur“

Dísa útskýrir hvers vegna hún ákvað að fá sér brjóstapúða þegar hún var 18 ára gömul. „Maður var bara 18 ára, ég er nátturulega frekar grönn að eðlisfari og ekki með mikið af fitu á mér, með mjög lítil brjóst og ég var bara óörugg. Svo sér maður bara hvernig þetta er í samfélaginu, stór brjóst eru málið og svoleiðis. Ég sé bara það og er bara 18 ára og tekur svona ákvörðun án þess að hugsa út í framtíðina, hvað það getur haft í för með sér.“

Þá segir hún að líkamanum sé ekki ætlað að vera með brjóstapúða í sér og að hann sé alltaf að reyna að losa sig við þá. „Þetta er náttúrulega bara aðskotahlutur, það á ekkert að vera í líkamanum okkar og hann er í rauninni stanslaust að reyna að losa sig við þetta,“ segir hún.

„Ef líkaminn er stanslaust að reyna að losna við eitthvað og losnar aldrei við það þá er hann stanslaust í „fight mode“. Þá fara aðrir hlutir að gefa sig og hann verður bara þreyttur.“

Ljósaperur kviknuðu í kjölfar færslunnar

Í færslu sem Dísa birti á Instagram-síðu sinni um helgina tekur hún í svipaða strengi og í viðtalinu við DV. Þar segist hún óska þess að hafa fengið að vita af áhættunni sem fylgir því að fá sér brjóstapúða. „Ég vildi óska þess að læknirinn hefði unnið vinnuna sína rétt með því að láta mig vita, fyrir 16 árum síðan, að brjóstapúðar eru ekki öruggir og að þeir hafa aldrei verið það,“ segir Dísa í færslunni.

„Ég vildi óska þess að hann hefði upplýst mig um alla heilsukvillana sem brjóstapúðar geta valdið og hversu eitraðir þeir eru í raun og veru. Ég vildi óska þess að hann hefði sagt mér að ég væri of ung fyrir brjóstapúða þar sem það segir á kassanum að undir engum kringumstæðum ættu þessir púðar að vera notaðir af fólki undir 22 ára aldri.“

Færslan sem Dísa birti hefur vakið töluverða athygli meðal fylgjenda hennar og hafa spurningar um aðgerðina streymt til hennar. „Ég er búin að fá mjög mikið af spurningum, fólk er að hringja í mig og þakka mér fyrir að hafa komið með þetta. Það eru margar búnar að vera með sömu einkenni í svolítinn tíma og það kviknaði allt í einu ljósapera þegar þær sáu þetta hjá mér, að þetta væri líklegast málið,“ segir hún.

„Þetta fólk er einmitt búið að fara í alls konar blóðprufur og rannsóknir en það kemur allt eðlilega út. Læknarnir segja að það sé allt í lagi og ekkert að en maður finnur sjálfur að þetta er ekki eðlilegt, þetta á ekki að vera svona. Mér finnst bara geggjað að það séu svona margar sem sáu þetta og þetta hjálpaði þeim að mögulega taka þetta skref, taka púðana út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar