fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
Fókus

Adele er óþekkjanleg frá því fyrir fjórtán árum – Neitar lýtaaðgerðum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 9. júlí 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af stórsöngkonunni Adele, teknar fyrr í vikunni, hafa vakið nokkra athygli en varir söngkonunnar virðast öllu þéttari en áður. Adele sló ærlega í gegn árið 2008 með skífunni 19 og síðan þá hefur hún sópað að sér 15 Grammy verðlaunum, 18 Billboard Music verðlaunum, Golden Globe verðulaunum. Og einum óskari í ofanálag. En augu heimsins hafa einnig verið á útliti hennar og er Adele gjörólík í útliti stúlkunni sem skaust upp á stjörnuhimininn aðeins 19 ára gamalli.

Adele var með öllu þéttari varir en áður þegar hún var mynduð nú í vikunni.

Adele hefur alltaf verið opin um að ræða útlit sitt, ekki síst kröfur skemmtanageirans um örgrannan vöxt. Snemma á ferli sínum sagði hún það ekki angra sig, móðir hennar hefði kennt henni að vera hún sjálf og láta ekki undan óraunhæfum þrýstingi frá einum né neinum. Stjarnan hefur alltaf haldið fram af festu boðskap um jákvæða líkamsímynd og aftekur með öllu að breytingar á útliti séu komnar til vegna löngunar í grennri vöxt. Hún segist aftur á móti hafa haft áhyggjur af heilsufari sínu, ekki síst eftir fæðingu sonar síns, og því tekið upp hollari lífsstíl sem hafi skilað sér í þyngdartapi.

Engar lýtaaðgerðir

Adele segist aldrei hafa farið í lýtaðagerð og stefni ekki á slíka, Hún hafi einfaldlega betra aðgengi að stílístum, hárgreiðslu- og förðunarmeisturum sem hafi breytt ásýnd hennar.

Sérfræðingar telja aftur á móti að Adele hafi fengið hjálp lýtalækna við umbreytinguna. Hún hafi látið breyta nefi sínu og kjálkalínu, látið setja í sig Botox og fengið fyllingar í kinnar og varir. Þeir eru einnig til sem eiga bágt með að trúa að tæplega 50 kílóa þyngdartap hennar sé einvörðungu matarræði og hreyfingu að þakka, þar hafi skurðaðgerðir einnig átt sinn þátt.

Hér má sjá nokkrar myndir af Adele og breyttu útliti hennar í gegnum árin og dæmi nú hver fyrir sig.

Adele var gasalegt krútt sem barn. Mynd/Instagram

 

Adele á tónleikum í maí 2007. Mynd/Getty Images
Nýbúin að slá í gegn. Adele á Brits verðlaunahátíðinni árið 2008. Mynd/Getty Images
Adele hélt áfram að sópa til sín verðlaunum árið 2009.
Adele á tónleikum árið 2011. Mynd/Getty Images
Stjarnan árið 2013. Mynd/Getty Images
Á tónleikaferð í Bandaríkjunum árið 2016. Mynd/Getty Images
Árið 2020 hafði Adele grennst mjög eftir fæðingu sonar síns. Þakkaði hún það ströngum æfingum og matarræði. Mynd/Getty Images
Mynd tekin af Adele í fyrra. Mynd/Getty Images
Mynd tekin af Adele fyrr á árinu. Hún er svo að segja óþekkjanleg frá upphafi ferils síns. Mynd/Getty Images

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“

Segja Markle sífellt að þykjast fyrir samfélagsmiðla – „Hún er gangandi svindl“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta

Leikarinn nær óþekkjanlegur – Segir að þyngdartapið hafi ekki verið það erfiðasta