Erlendir miðlar greina frá því að ódæðismaðurinn sem skaut Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan, í nótt hafi notað afsagaða haglabyssu til verksins og vopnið virðist hafa verið heimagert. Skotmaðurinn var handtekinn skömmu eftir verknaðinn.
Miðillinn NHK greinir frá því að hinn grunaði heitir Yamagami Tetsuya, sé á fertugsaldri búi í Nara. Yfirheyrslur yfir honum standa yfir.
Japanir eru í áfalli yfir árásinni enda eru skotárásir afar sjaldgæfar í landinu. Í fyrra létust tíu einstaklingar af völdum skotvopna.
Fyrir tveimur dögum birti fjölmiðillinn Business Insider til að mynda fréttaskýringu þar sem fjallað var um hvernig hinn fjölmenna þjóð, 120 milljónir manna, hefði nánast útrýmt slíkum glæpum.
Photo of the suspect that shot Japanese former PM Shinzo Abe. The weapon looks like a custom sawed-off shotgun. pic.twitter.com/eVDcZPZ5xW
— Global: MilitaryInfo (@Global_Mil_Info) July 8, 2022