fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sér ekki eftir því að hafa aðstoðað fjöldamorðingjann son sinn við að fá byssuleyfi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Crimo, faðir ódæðismannsins Robert Crimo III., segist ekki sjá eftir því að hafa aðstoðað son sinn við að komast yfir skotvopn. Faðirinn ábyrgðist umsókn sonarins um sérstakt leyfi til að kaupa skotvopn árið 2019 en þá var ódæðismaðurinn yngri en 21 árs gamall. Þegar leyfið var komið í höfn notaði morðinginn það til þess að fjárfesta í byssum sem hann síðar notaði í skotárásinni við Highland Park. Þar létust sjö einstaklingar og á þriðja tug særðist.

Sonurinn hefði ekki getað keypt byssu án leyfisins en þrátt fyror það segir faðirinn að hann sjái ekki eftir neinu.

Sjá einnig: Trumpelskandi rappari handtekinn fyrir skotárásina í Highland Park – Faðir hans bauð sig fram sem bæjarstjóra

„Sé ég eftir því? Nei, ég sé ekki eftir því að hafa undirritað leyfisbeiðnina fyrir þremur árum. Það var það eina sem ég gerði. Ef ég hefði kept sjálfur byssur í gegnum árið á mínu nafni og gefið honum aðgang að þeim, þá væri ég á öðru máli. En hann [sonurinn] fór alveg sjálfur í gegnum það ferli,“ sagði Crimo eldri í viðtali við ABC News.

Lögregluyfirvöld ytra hefur gefið það út að rannsakað verður hvort að Crimo eldri beri að einhverju leyti ábyrgð á ódæðisverki sonarins með því að hafa stutt byssuleyfisumsókn hans. Verði hann ekki ákærður er ekki ólíklegt að ættingjar fórnarlambanna í Highland Park muni höfða einkamál gegn honum.

Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að Crimo eldri, sem tapaði naumlega kosningum um bæjarstjórastöðu Highland Park árið 2019, hafi undirritað byssuleyfisumsóknina þrátt fyrir að sonur hans hafi hótað að drepa alla fjölskyldumeðlimi sína skömmu áður. Þessu hefur Crimo eldri neitað og segir málið tekið úr samhengi.

„Þetta var bara barn í tilfinningalegu uppnámi. Ég veit ekki yfir hverju hann var æstur en systir hans hringdi á lögregluna. Ég bjó ekki á heimilinu á þessum tíma,“ sagði Crimo eldri.

Lögreglan gerði meðal annars 16 hnífa og sverð upptækt í útkallinu en Crimo yngri sagði lögreglunni að hann safnaði vopnum. Hann var ekki kærður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“