fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Segir Fosshótel hafa fengið yfir 800 milljónir frá ríkinu en vilji bara borga ríflega 200 milljónir í húsaleigu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. júlí 2022 09:00

Fosshótel í Þórunnartúni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deila hefur staðið yfir varðandi húsaleigu á Þórunnartúni 1 sem Fosshótel hafa haft til umráða. Eigandi húsnæðisins er Íþaka fasteignafélag en á meðan heimsfaraldur covid-19 stóð yfir framleigði íslenska ríkið eignina af Fosshótelum til þess að starfrækja þar sóttvarnarhótel.

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun er greint frá deilum milli forsvarsmanna Fosshótela og forsvarsmanna Íþöku vegna húsaleigu á tímabilinu.

Í umfjölluninni kemur fram að Fosshótel vilji aðeins greiða helminginn af 440 milljón króna húsaleigu fyrir sex mánaða tímabil í fyrra eða 220 milljónir króna. Haft er eftir Pétri Guðmundssyni, eiganda Íþöku fasteignafélags, að á sama tíma hafi Fosshótel framleigt húsnæðið til íslenska ríkisins á 525 milljónir króna og að auki haft verulegar tekjur af veitingasölu til þeirra sem dvöldu í sóttvarnarhúsinu. Telur Pétur að sú upphæð nema yfir 300 milljónum króna.

„Þeir eru að fá yfir átta hundruð milljónir frá ríkinu fyrir leigu á hótelinu og veitingar en borga okkur bara eitthvað ríflega tvö hundruð milljónir,“ er haft eftir Pétri en Fosshótel bera því við að forsendubrestur hafi orðið vegna heimsfaraldursins og telja því lægri leigu réttmæta.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaði dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“