Fyrrum forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, var skotinn af byssumanni í nótt. Árásin átti sér stað á meðan Abe hélt stuðningsræðu á kosningafundi fyrir frambjóðanda í borginni Nara.
Abe var sagður enn á lífi og með meðvitundþegar hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og komið undir læknishendur. Ástand hans er grafalvarlegt og hefur fréttastofa AFP hefur greint frá því að Abe sýni engin lífsmörk og hafi virst í hjartastoppi.
Abe, sem hætti sem forsætisráðherra Japan árið 2020, var í miðjum ræðuhöldum þegar árásarmaður steig fram og skaut tvisvar á hann með haglabyssu og hæfði að minnsta kosti annað skotið stjórnmálamanninn í hálsinn.
Greint hefur verið frá því að búið sé að handtaka ódæðismanninn sem grunaður er um verknaðinn. Sá er á fertugsaldri og er íbúi í borginni.
Núverandi forsætisráðherra Japan, Fumio Kishida, hélt blaðamannafund í kjölfar árásarinnar. Var hann augljóslega í uppnámi og sagði meðal annars að um ófyrirgefanlegan verknað væri að ræða.