Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins í dag. Hann ætlar hins vegar að halda áfram sem forsætisráðherra fram á haustið, þar til búið verður að kjósa eftirmann hans. BBC greinir frá þessu.
Tæplega sextíu ráðherrar og aðrir áhrifamenn úr ríkisstjórninni hafa sagt af sér embætti síðasta sólarhringinn.
Landsfundur breska Íhaldsflokksins er í október og þá verður nýr leiðtogi flokksins búinn að taka við embætti forsætisráðherra.
Forsætisráðuneytið hefur greint frá því að Boris Johnson muni senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag.