Nítján einstaklingar sóttu um stöðu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar en umsóknarfrestur um embættið rann út á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri, hverfur nú til starfa sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður og borgarfulltrúi, er ein þeirra sem sækir um embætti. Þá er Glúmur Baldvinsson meðal umsækjenda, en hann sótti einnig um embætti bæjarstjóra Mosfellsbæjar á dögunum, sem og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður.
Hér má sjá lista yfir umsækjendur.
- Ágúst Örlaugur Magnússon – Vaktstjóri
- Geir Sveinsson – Sjálfstætt starfandi
- Glúmur Baldvinsson – Sjálfstætt starfandi
- Jón Aron Sigmundsson – Sjálfstætt starfandi
- Karl Gauti Hjaltason – Fyrrv. þingmaður
- Karl Óttar Pétursson – Lögmaður
- Kolbrún Hrafnkelsdóttir – Forstjóri
- Konráð Gylfason – Framkvæmdastjóri
- Kristinn Óðinsson – CFO
- Lína Björg Tryggvadóttir – Skrifstofustjóri
- Magnús Björgvin Jóhannesson – Framkvæmdastjóri
- Matthildur Ásmundardóttir – Fyrrv. bæjarstjóri
- Sigurður Erlingsson – Stjórnarformaður
- Sigurgeir Snorri Gunnarsson – Eftirlaunaþegi
- Valdimar O. Hermannsson – Fyrrv. sveitarstjóri
- Vigdís Hauksdóttir – Fyrrv. borgarfulltrúi
- Þorsteinn Þorsteinsson – Deildarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir – Fyrrv. sveitarstjóri
- Þröstur Óskarsson – Sérfræðingur