fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Myndband: Maður ógnaði vagnstjóra – „Ég fer ekki að skíta út strætóinn með ÞÍNU BLÓÐI“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok sem sýnir ógnvekjandi atvik sem átti sér stað í strætisvagni á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu. Maður einn ógnaði þar öðrum manni, sem allt bendir til að hafi verið vagnstjórinn, þó að það sé raunar ekki staðfest.

Í myndbandinu hreytir maðurinn ýmsum fúkyrðum í áttina að bílstjóranum (eða öðrum farþega): „Þú ert asni, halt þú kjafti, já æstu mig meira. Þú ert fífl. Þú ert ekki búinn að sjá mig orðinn REIÐAN,“ segir maðurinn til dæmis þegar honum er sagt að setjast niður í sætið sitt.

„Þú ættir að passa þig, þú ert fífl. Grjótheimskt FÍFL,“ heyrist maðurinn svo segja síðar í myndbandinu en þá er honum sagt að horfa í spegil.

„Ég þarf ekki að skoða það sem ég þekki, þú þekkir ekki sjálfan þig, þú ert asni. Þú þekkir – þú ert feit bumba sem ættir að ÞEGJA!“ „Ég fer að berja þig, á endanum á ég eftir að gera það. En ekki í strætó, nei kallinn minn, það verður að vera fyrir utan. Ég fer ekki að skíta út strætóinn með ÞÍNU BLÓÐI.“

Þá virðist vera sem manninum sé sagt að „borða bara ísinn“ sinn. „Þú ættir að þegja, nú ÞEGIRÐU,“ segir maðurinn í þann mund sem hann stendur upp og gengur í átt að bílstjóranum. „Það er komið að ÞEGJA!“ segir hann svo. Í lok myndbandsins má sjá hvernig maðurinn er rekinn úr vagninum. „Helvítis AUMINGINN ÞINN. ÞÚ ERT DRULLUSOKKUR! Ég á eftir að kynnast þér aftur,“ segir maðurinn þá.

Einstaklingurinn sem birti myndbandið á TikTok er spurður að því í athugasemdum hver hafi verið kveikjan að þessu framferði mannsins. Viðkomandi segist ekki hafa hugmynd um það: „Það komu bara 2 gæjar inni strætó að rífast og svo bara gerðist þetta.“

Ekki algengt að vagnstjórum sé ógnað

DV hafði samband við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastóra Strætó, en hann kannast ekki við þetta atvik. „Ég kannast ekki við málið. Ég held að það sé sjaldgæft að verið sé að ógna vagnstjórum á alvarlegan hátt. En það er alveg þekkt að það sé verið að hrækja á þá og hreyta ónotum í þá. En þetta er ekki mjög oft, kemur fyrir.“

Jóhannes segir það ekki óþekkt að vagnstjórar þurfi að stöðva akstur og hringja í lögreglu. „Það kemur reglulega fyrir og það er ekki endilega vegna þess að það sé verið að ógna þeim, heldur getur það verið annars konar hegðun í vagninum. Við brýnum fyrir þeim að fara ekki inn í aðstæður sem þeir ráða ekki við heldur hringja strax í lögreglu.“

Jóhannes segir fremur sjaldgæft að mál af þessu tagi komi inn á borð stjórnenda Strætó. „Við heyrum ekki af öllum smámálum, þeir leysa þau oft sjálfir. En við heyrum á þeim að þeir verða oft fyrir dónaskap eins og margt annað fólk í framlínustörfum.“

Jóhannes segir að mjög alvarlega ógnanir í garð vagnstjóra séu sjaldgæfar þó að slíkt sé þekkt.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Hide picture