fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Eldur kom upp í fiskibát skammt norður af Hellissandi – Skipverji komst frá borði í björgunarbát

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 10:44

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í fiskibát skammt norður af Hellissandi í morgun.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að laust fyrir klukkan 09.30 hafi stjórnstöð borist  tilkynning frá vegfaranda í landi um að lítill fiskibátur væri brenna skammt norður af Hellissandi. Sást þá greinilega mikill reykur frá bátnum og mátti einnig greina eldtungur.

Landhelgisgæslan kallaði þegar út til skipa og báta á svæðinu að láta vita af sér og bað um að þau héldu að brennandi bátnum. Jafnframt voru björgunarsveitir og þyrla kölluð út á hæsta forgangi. Fljótt varð ljóst um hvaða bát væri að ræða en um borð var einn skipverji. Ekki náðist neitt samband við bátinn sem staddur var um 5 sjómílur frá landi.

Rétt fyrir klukkan 10 tilkynnti fiskibáturinn Didda SH-159 að hún hefði bjargað manni úr gúmmíbjörgunarbáti sem var á reki skammt frá brennandi bátnum. Var maðurinn ómeiddur. Var þyrlu þá snúið við en björgunarsveitir héldu áfram á vettvang.

Ekki bárust nein neyðarboð frá bátnum brennandi sem bendir til að atvikið hafi borið mjög brátt að.

Þá kemur fram að í tilkynningunni að þegar þetta sé skrifað er skipbrotsmaðurinn kominn um borð í björgunarskipið Björgu frá Rifi og vinnur áhöfn björgunarskipsins núna að slökkvistörfum við hinn brennandi bát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni
Fréttir
Í gær

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“

Melabúðin: „Óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík“