fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uggandi heilbrigðisvá er farin að láta á sér kræla í Kaliforníu sem snýr að stóraukinni neyslu almennings á kannabis. Um er að ræða ástand sem kallast á slangurmáli „scromiting“ sem er bræðingur af orðunum „vomiting“ og „scream“. Sumsé einskonar öskurgubb.

Fræðilega heitið er Cannabinoid hyperemesis syndrome eða CHS og var þess fyrst getið í vísindagreinum árið 2004. Talið er að um sé að ræða afleiðingar af langvarandi kannabisneyslu, yfirleitt dagneyslu, og þá sérstaklega á efnum með háu THC-gildi, sem hefur hugbreytandi virkni. Telja sumir sérfræðingar að einskonar oförvun í maga sjúklinganna eigi sér stað af völdum mikillar neyslu THC sem gerir það að verkum að sjúklingar kasta stjórnlaust upp. Uppköstunum fylgir svo mikill sársauki að sjúklingarnir öskra samhliða þeim. Þaðan er heitið „scromiting“ komið.

Notkun kannabis var gefin frjáls í Kaliforníu-fylkið árið 2016, fyrir alla 21 árs og eldri, og hefur neysla þess stóraukist samhliða því. Efnahagslegar afleiðingar hafa verið góðar því iðnaðurinn er orðinn gríðarlega stór og skilar orðið milljörðum í skatttekjur. Þá hefur sala á ís og kökum stóraukist samhliða lögleiðingunni.

Eins og áður segir hefur neysla á kannabis hins vegar aukist mikið samhliða lögleiðingunni og það gildir líka um unglinga sem hafa ekki aldur til að neyta efnanna með löglegum hætti.

Verðlaunablaðamaðurinn Eve Simmons fjallaði um afleiðingarnar af kannabisfrelsi Kaliforníu í athyglisverði grein í The Mail on Sunday þar sem fjallað var meðal annars um „scromiting“ og hinar ýmsu myrku hliðar iðnaðarins.

Rannsóknir hafa þá sýnt að þeir sem líklegastir eru til að upplifa „scromiting“ eru þeir sem byrja að neyta kannabis ungir að árum. Aukninginu á öskurgubbinu má rekja til þess að gildi THC í kannabisinu sem fólk er að neyta hefur stóraukist. Áður fyrr var styrkleikinn aðeins um 2-3% en getur nú farið upp í allt að 90% styrkleika.

Þó tíðni „Scromiting“-tilvika hafi fjölgað mikið þá er sem betur fer um frekar sjaldgæfan sjúkdóm að ræða. Óþægindin og sársaukinn fyrir sjúklingana er þó mikill og dæmi eru um að dauðsföll hljótist af sjúkdóminum en það tengist þá yfirleitt vökvaskorti. Engin lækning er til önnur en sú að hætta alfarið neyslu á kannabis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör