Pólskur maður hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnaflutning til Íslands. Þegar hann kom hingað til lands seint í apríl á þessu ári fannst glerflaska í farangri hans sem reyndist innihalda 950 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa sem hafði 35% styrkleika. Maðurinn var að koma frá Varsjá í Póllandi. Samkvæmt matsgerð er hægt að framleiða 2,1 kg af amfetamíni úr þessu hráefni. Samkvæmt heimildum DV er söluverðmæti slíks magns af amfetamíni rúmlega 10 milljónir króna.
Maðurinn var talinn hafa flutt inn efnin til væntanlegrar söludreifingar hér á landi. Ekkert kom fram að maðurinn hafi verið eigandi efnisins né tekið þátt í skipulagningu á kaupum innflutningi þess til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.
Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Hefur hann ekki áður gerst brotlegur við lög.
Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og gert að sæta upptöku af vökvanum í flöskunni.