Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en alls voru 87 mál skráð hjá henni frá klukkan 17 í gær og til klukkan 5 í morgun. Átta gistu í fangageymslum og fimm ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum.
Alls var tilkynnt um 10 líkamsárásir til lögreglunnar í nótt, þar af voru þrjár af árásunum stórfelldar.
Tvær af þessum líkamsárásum fóru fram í 105 Reykjavík. Annars vegar var um að ræða einn mann sem grunaður er um líkamsárás og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins, hann var einnig með fíkniefni á sér. Hins vegar er um að ræða tvo aðila sem voru báðir handteknir vegna líkamsárásar en þeir voru báðir vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins.
Þá var ein líkamsárás sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur, einstaklingurinn sem grunaður er um þá líkamsárás var handtekinn og gisti í fangageymslu í nótt. Sömu sögu er að segja af einstaklingi sem handtekinn var vegna gruns um líkamsárás í 112 Reykjavík.