fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 3. júlí 2022 09:45

One idle retro office worker during coffee break. More files of this series on port. Made with professional make-up and photography equipment.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo að segja árlega, og jafnvel oftar, spretta upp nýir megrunarkúrar sem lofa að spikið renni af á örskotshraða. Flestir falla þeir þó í gleymskunnar dá en þó ekki fyrr en fjöldi fólks hefur stokkið á lestina. Sé litið til baka virða margir þeirra eflaust fyndnir, aðrir lifa enn góðu lífi en svo eru þeir lífshættulegu sem alltof oft hljóta hljómgrunn og virðist enginn endir þar á. 

Bandormamegrun er með því ógeðfelldara en náði merkilega miklum vinsældum.

Rúm hundrað ár liðu til að mynda frá því að (aðallega) konur gleyptu bandorma um aldamótin 1900 til áts á bómullarhnoðrum sem náði tímabundnum vinsældum árið 2013, aðallega þó víst meðal listdansskautara og fyrirsæta. 

Íslendingar hafa auðvitað ekki verið eftirbátar annarra og var tímabilið í kringum 1980 sérlega líflegt hvað þetta varðaði. Önnur hver húsmóðir mætti í megrunarklúbbinn Línuna á fimmtudagskvöldum enda ekkert sjónvarp þann daginn og lítið annað við að vera. Þar skyldi hver kona viktuð fyrir framan allra augum og var þyngdartap eða aukning vikunnar hrópað yfir alla nærstadda og því ýmist tekið með lófaklappi eða nístandi þögn. 

Svo því sé haldið til haga var sú sem þetta ritar látin fylgja móður sinni vikulega á fundi Línunnar í Hafnarfirði, sem er með því leiðinlegasta sem unnt er að bjóða nokkru barni og það fyrir daga internets og snjallsíma. Aldrei var þar karlmann að sjá. 

Ísskápar landans voru smekkfullir af af sykurlausa undradrykknum Fresca svo og eplaediki. Ein teskeið í vatnsglas, þrisvar á dag, enda ekki líkamsræktarstöð að finna á klakanum.  

Hér má sjá afar takmarkaða yfirferð yfir kúrana sem nutu hvað mestra vinsælda á klakanum á sama tíma og ofurstuðsveitin Boney M. 

Kálsúpukúrinn

Kálsúpukúrinn var á hvers manns vörum í byrjun níunda áratugarins og rauk upp sala á hvítkáli sem aldrei fyrr. Kúrinn lofaði 5 kílóa þyngdartapi á aðeins einni viku með daglegri neyslu á kálsúpu, sem reyndar mátti borða af að vild.

Fresca rokseldist á sínum tíma.

Ýmsar útgáfur eru til af súpunni en grunnurinn er hvítkál og þá með gulrótum, tómötum, rófum, lauki eða reyndar hvaða hitaeiningasnauða grænmeti sem mögulega gat gert súpuna lystugri. Flestir suðu stóran pott í upphafi viku og hituðu svo upp eftir því sem leið á. 

Kúrnum fylgdu nákvæmar leiðbeiningar. 

Dagur 1. Kálsúpa og ferskur ávöxtur (ekki banani).

Dagur 2: Kálsúpa og hrátt eða soðið grænmeti (ekki kartöflur).

Dagur 3. Kálsúpa og ávöxtur og grænmeti (ekki bananar né kartöflur).

Dagur 4: Kálsúpa, undanrenna og allt að átta bananar. 

Dagur 5. Kálsúpa, sex tómatar og 585 grömm af nautakjöti, kjúkling eða fiski. 

Dagur 6. Kálsúpa, grænmeti að vild (engar kartöflur) og nautakjöt/kjúklingur/fiskur að vild. 

Dagur 7: Kálsúpa, glas af ávaxtasafa og skál af hrísgrjónum. 

Sökum þess að kúrinn er við hungurmörk grenntist fólk á kúrnum fyrstu dagana áður en allir fengu ógeð á kálsúpu og sala á hvítkáli hrundi aftur.

Kálsúpan hvarf því af borðum landsmanna jafn hratt og hún birtist. Hún á sér þó enn fylgismenn og þakkar Dolly Parton til að mynda súpunni sitt tággranna mitt. 

Meðlimir Boney M burðuðust ekki með aukakíló enda kannski í kálsúpunni.

Greipaldinkúrinn

Það má rekja upphaf greipaldinkúrsins allt aftur til millistríðsáranna þegar að kúrinn var þekktur sem Hollywood kúrinn eftir að hafa náð tísku meðal leikkvenna. Kúrinn er byggður á þeirri  trú að í greipaldinum sé ensím sem brjóti niður fitu. Um er að ræða meinhollan ávöxt en engin vísindaleg rök liggja að baki þeirri trú. Eftir nokkurra áratuga gleymsku komst greipaldinkúrinn aftur í tísku í upphafi áttunda áratugarins og varð gríðarlega vinsæll á Íslandi. 

Ýmsar útgáfur eru til af kúrnum en í meginatriðum byggist hann upp á að borð eitt greipaldin á undan hverri (afar hitaeiningasnauðri) máltíð, yfirleitt einhvers konar salati. Allt í allt skyldi borða þrjú greipaldin á dag í lágmark 10 daga og kílóin hyrfu. 

Fyrir vinsældir kúrsins höfðu greipaldin verið fremur fáséð í verslunum landsmanna sem fæstir vissu hvað skyldi gera við ,,súrar appelsínur”. En með kúrnum náði þessi ágæti ávöxtur að festa sig í sessi þótt að fyrir löngu sé búið að afsanna ágæti hans sem megrunarundurs. 

Hvítvínskúrinn

Árið 1977 birti ekki ómerkilegra tímarit en Vogue uppskrift að hvítvínskúrnum sem eðli málsins samkvæmt vakti áhuga margra á að fara í megrun. Þótt erfitt sé að trúa því dag lá ekki grín né kaldhæðni að baki, um raunverulega hugmynd að megrunarkúr var að ræða.

Úr Vogue árið 1977.

Kúrinn var með styttri skammtímakúrum, honum skyldi fylgt í þrjá daga og var lofað ríflega tveggja kílóa missi. Líklegast er að frá Vogue hafi kúrinn rataði í dönsk kvennablöð sem aftur rokseldust í Bókabúð Braga Brynjólfssonar í Lækjargötu. 

Leiðbeiningar eru eftirfarandi: 

Morgunverður: Eitt harðsoðið egg, eitt glas þurrt hvítvín, einn kaffibolli. 

Hádegisverður: Tvö harðsoðin egg, tvö glös þurrt hvítvín, einn kaffibolli.

Kvöldverður: 150 grömm nautasteik, afgangurinn af flöskunni, einn kaffibolli. 

Hvítvínskúrinn vakti vissulega áhuga en náði þó aldrei almennilega fótfestu hér á landi. Má telja að íslensk áfengislöggjöf og himinhár kostnaður hafi haft þar sitt að segja. Aftur á móti var kúrinn ræddur í öreindir í svo að segja öllum saumaklúbbum landsins. 

Fyrir örfáum árum birti einhver spekúlant í Bretlandi greinina gömlu úr Vouge á Twitter og reis upp alda fólks sem bauðst til þess að reyna kúrinn. Að sjálfsögðu í nafni vísindanna. Margir deildu upplifun sinni af kúrnum á samfélagsmiðlun og var hún upp til hópa hin sama: Lítill sem enginn þyngdarmissir, höfuðverkur og skita. Almennt orkuleysi til allra verka. 

Og svo voru það jú þeir sem hótað var uppsögn hættu þeir ekki hádegisdrykkju í vinnunni.

Þrátt fyrir meðmæli Vogue. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Í gær

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu