fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Tveir handteknir grunaðir um líkamsárás

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. júlí 2022 07:48

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls eru 77 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu klukkan 17:00 í gær og til klukkan 05:00 í nótt. Þrír gista fangageymslur. Sjö ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum. Sjö umferðaróhöpp. Eitthvað var um aðstoð vegna ölvunar og sömuleiðis um hávaðatilkynningar.

Hér eru helstu mál sem komu upp samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni:

Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes

Ökumaður stöðvaður í hverfi 108. Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Aðili handtekinn í hverfi 105 vegna gruns um líkamsárás og hótanir.

Aðili í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 101 fyrir eignaspjöll á hraðbanka. Þá var aðilinn með fíkniefni í fórum sínum. Vistaður í þágu rannsóknar máls í fangageymslu.

Umferðaróhapp í hverfi 103. Engin slys.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 101 þar sem hann virti ekki stöðvunarskyldu. Ökumaður einnig grunaður um ölvun við akstur.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 105. Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.

Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var til ama. Eftir handtöku hótaði aðilinn lögreglu lífláti og var með fíkniefni í fórum sínum. Vistaður í þágu rannsóknar máls í fangageymslu.

Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var að veitast að fólki. Færður á lögreglustöð og fékk síðan að ganga sína leið eftir tiltal.

Aðili í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 101 vegna gruns um líkamsárás. Aðilinn vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar máls.

Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes

Ekkert fréttnæmt

Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.

Tilkynnt þjófnað úr verslun í hverfi 200. Aðilinn ennþá á staðnum. Afgreitt með vettvangsformi.

Umferðaróhapp í hverfi 200. Engin slys.

Umferðaróhapp í hverfi 201. Engin slys.

Aðili handtekinn í hverfi 201 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum. Þá reyndi aðilinn að hlaupa frá lögreglu en án árangurs.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 108. Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis ásamt akstur án gildra ökuréttinda.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 200 en ökumaðurinn var án gildra ökuréttinda.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 109. Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær.

Tvö umferðaróhöpp í hverfi 113. Minniháttar slys á fólki.

Umferðaróhapp í hverfi 110. Engin slys.

Ökumaður stöðvaður í hverfi 108. Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ný tíðindi af „græna gímaldinu“ – Segja kjötvinnsluna eiga ekki að þurfa að fara í umhverfismat

Ný tíðindi af „græna gímaldinu“ – Segja kjötvinnsluna eiga ekki að þurfa að fara í umhverfismat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Enn fjölgar í hópi grunaðra í morðrannsókninni á Suðurlandi

Enn fjölgar í hópi grunaðra í morðrannsókninni á Suðurlandi