fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Þrjár nætur á Kea kostuðu 263 þúsund krónur – Fór frekar til Tenerife – „Ég er fullkomlega hneykslaður“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. júlí 2022 12:19

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðalangurinn Þorsteinn Gunnarsson hætti á dögunum við að gista þrjár nætur á Keahótelinu á Akureyri og fór þess í stað til Tenerife. Ástæðan var gríðarlega hátt verð á hótelgistingu hér á landi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þorsteinn hafði ætlað að gista á Keahótelinu 7.-10. júlí en komst að því að verðið var 263 þúsund krónur, eða 87.55 krónur með morgunverði nóttin fyrir tveggja manna herbergi.

„Ég er fullkomlega hneykslaður, þetta eru klikkuð verð og komin út yfir allt velsæmi,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið sem kemst að þeirri niðurstöðu að ferðaþjónustan hér á landi sé ekki hugsuð fyrir Íslendinga.

Hann hætti síðan við Akureyrarferðina og fór þess í stað til Tenerife.

Oft er það þannig að þegar bókað er á síðustu stundu er verðið lægra en ella. Því er hins vegar öfugt farið þegar kemur að bókunum á hótelherbergjum hér á landi en verðið sé í hæstu hæðum þegar bókað er á síðustu stundu.

Snorri Pétur Eggertsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Keahótelanna, staðfestir að verð herbergis geti rokið svona upp ef um síðustu herbergin sé að ræða. Hann véfengir ekki tölur Þorsteins frá Akureyri.

Snorri vísar því á bug að græðgi sé orsök verðlagningarinnar. Hótelverð hafi hækkað um 50 prósent síðan í fyrrasumar. Heimsfaraldurinn, framboð og eftirspurn skýri þessar breytingar.

„Bjargræðistíminn okkar er þrír mánuðir. Við reynum að fá sem mestar tekjur frá útlendingunum og stílum nánast eingöngu á þá.“

Fréttaskýringu Fréttablaðsins í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi