fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Rokkstjörnusonur fjárfestir í íslensku sprotafyrirtæki

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 1. júlí 2022 16:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jagger, sonur rokkstjörnunnar Mick Jagger, fjárfesti á dögunum í íslenska sprotafyrirtækinu Overtune en það gerði hann í gegnum fyrirtækið Whynow sem hann rekur. Gabriel fjárfesti rúmlega 20 milljónum króna í Overtune sem rekið er af þeim Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Vísir greindi frá.

Sigurður Ásgeir, framkvæmdastjóri Overtune. virðist vera ánægður með að fá Gabriel í lið með Overtune en hann segir í samtali við Vísi að um „magnaðan frumkvöðul“ sé að ræða. „Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir.

Gabriel er ekki eini stjörnufjárfestirinn í Overtune-teyminu en þeir Charles Huang, stofnandi Guitar Hero og Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóri Sony Music eru einnig í hópi þeirra sem fjárfest hafa í Overtune.

Overtune gaf fyrr á árinu út samnefnt smáforrit sem gerir notendum kleift að útbúa tónlist á afar einfaldan máta.

„Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði, sem er markaðsstjóri Overtune, í samtali við Vísi.

Þá segir Jason Daði að Overtune hafi verið gert með það í huga að bjóða hverjum sem er að fanga eigin stemningu með eigin hljóði, óháð þekkingu á tækni og/eða tónfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi