fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 15:29

Einar Þorsteinsson tekur sig vel út á gröfunni. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skóflustunga var tekin að nýrri ævintýraborg í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn.

 Leikskólinn er einn fjögurra ævintýraborga sem rísa til að fjölga leikskólaplássum. Þær eru mikilvægur þáttur í þeirri vegferð að brúa bilið og bjóða börnum yngri en 18 mánaða pláss á leikskólum borgarinnar. Ævintýraborgirnar eru í færanlegum húsum sem hæfir vel nútíma leikskólastarfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Einar Þorsteinsson starfandi borgarstjóri, Skúli Helgason formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla, Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Helgi Grímsson formaður skóla-og frístundasviðs,  Anna Sif Farestveit aðstoðarleikskólastjóri nýja leikskólans og tíu börn frá leikskólanum Steinahlíð hjálpuðust að við að taka skóflustunguna sem markar upphaf verksins.

Mynd/Reykjavíkurborg

Góð reynsla af ævintýraborginni við Eggertsgötu

Ævintýraborgin á að rísa hratt og geta foreldrar þegar sótt um pláss í leikskólanum. Stefnt er að því að verkinu ljúki í október og í framhaldi verði hægt að taka á móti börnum í nýjan leikskóla í hinu nýja Vogahverfi, segir í tilkynningunni.

Ævintýraborg í Vogabyggð verður sex deilda leikskóli sem geta tekið á móti um 100 á aldrinum 1-6 ára. Alls verða ævintýraborgirnar fjórar og hefur starfsemi þegar hafist í þeirri sem stendur við Eggertsgötu.

Leikskólastjórinn, Kristín Petrína Pétursdóttir, segir mikla ánægju vera á meðal barna, foreldra og starfsfólks með leikskólann sem býður upp á marga möguleika. Starfsfólkið hefur lagt mikið upp úr því að gera húsnæðið fallegt og aðlaðandi og óhætt að segja að vel hafi tekist til. Þau eru hvergi nærri hætt að þróa og bæta við aðstöðuna því í bígerð eru sköpunarsmiðja og efnissmiðja í húsnæði sem þegar eru á lóðinni. Eins á að reisa gróðurhús sem mun nýtast í starfi með börnunum og afrakstursins munu þau njóta á matmálstímum.

340 ný leikskólapláss í ævintýraborgum

Ævintýraborgirnar fjórar eru í færanlegu húsnæði þar sem vel er hugað að aðbúnaði bæði fyrir börn og starfsfólk. Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir rúmum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum.

Ævintýraborgirnar eru liður í verkefninu Brúum bilið því samtals bæta þær við 340 nýjum leikskólaplássum af þeim 1680 plássum sem verkefnið tekur til í heild. Færanlegu ævintýraborgirnar gera borginni kleift að bregðast við og fjölga leikskólaplássum þar sem þeirra helst er þörf og flytja aftur síðar ef aldursamsetning hverfisins breytist og þörfin minnkar. Næsta ævintýraborg sem opnar á nýjum stað er við Nauthólsveg en starfsemi þess leikskóla hefur þegar hafist að hluta á Eggertsgötu. Fjórða ævintýraborgin verður staðsett á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg og er ráðgert að hún verði tilbúin í kringum næstu áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði