Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í dag dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að misnota fjölda ungra kvenna til áratuga. Ellefu af þolendunum hans báru vitni um það ofbeldi sem hann hafði beitt þær, jafnt kynferðislegu, líkamlegu og andlegu. Margar þeirra grétu í vitnastúkunni. Engin svipbrigði var aftur á móti að sjá á R.Kelly.
Kelly á sér langa og ljóta sögu kynferðisbrota gegn ungum stúlkum og konum. Árið 1994 kvæntist hann söngkonunni Aaliyah sem þá var aðeins 15 ára. Þá höfðu þau staðið í kynferðissambandi í tvö ár. Sjálfur var hann 27 ára. Aaliyah lést í flugslysi árið 2001
Kelly var ákærður fyrir framleiðslu á barnaklámið árið 2008 eftir að hafa tekið upp myndband af sér stunda kynmök með 14 ára stúlku. Hann hafði einnig þvaglát á stúlkuna. Kelly var þó dæmdur saklaus þar sem fjölskylda stúlkunnar neitaði að láta hana vitna gegn söngvaranum.
Eitt fórnarlambið sagði hann hafa nauðgað sér 17 ára gamalli, aðeins nokkrum dögum eftir hjónaband hans með Aayliyah. Önnur konan var einnig 17 ára þegar að ofbeldið hófst. Báðar sögðu þær ofbeldið hafa haft varanleg áhrif á sig og óskuðu þær þess að hann fengi ævilangan dóm til að koma í veg fyrir að hann skaðaði fleiri konur. Sjálfar sætur þær fastar í fangelsi minninganna.
Kynlífsþrælar
Það var þó ekki fyrr en árið 2017 sem að hófu að hefjast fregnir af þvi að örvæntingarfullir foreldrar sögðu Kelly halda dætrum sínum nauðugum sem kynlífsþrælum. Í heimildamyndinni Surviving R. Kelly sem kom út árið 2019 voru þessar ásakanir staðfestar og reyndust stúlkurnar fleiri en áður var talið. Notaði hann fé sitt, frægð og ótta kvennanna við hann til að ná fram vilja sínum. Stúlkurnar báru því við að Kelly hefði aldrei notað smokk þrátt fyrir að vera sýktur af kynfæraherpes til margra ára.
Stúlkurnar þurftu að hlíta ,,reglum” á heimili Kelly. Þær máttu ekki yfirgefa herbergi án leyfis, ekki tala við vini eða ættingja, vera aðeins í víðum fötum til að fela líkama sinn öllum nema Kelly og kalla hann ,,pabba”. Þær mátti ekki horfa í andlit annarra karlmanna né yrða á þá. Brytu þær reglurnar voru þær barðar og lokaðar inni, teknar kyrkingartaki og hrækt á þær. Kelly las fyrir þær bréf þar sem þær voru látnar játa á sig ýmsar sakir og notaði hann bréfin til að hóta þeim fangelsi ef þær hlýddu ekki.
Kelly byrlaði einnig öðrum stúlkum niður í 13 ára gömlum lyf og nauðgaði þeim í stúdíó sínu. Hlaut hann hjálp félaga sinna sem fylgdu honum hvert fótmál.
Lögfræðingur Kelly fór fram á dómur yrði ekki umfram tíu ár og bar við að sjálfur hefði Kelly orðið fyrir kynferðisbrotum sem barn auk þess að glíma við námsörðugleika.
Ekki var orðið við því.