Ghislaine Maxwell væri í gær dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að aðstoða Jeffrey Epstein við að misnota ungar stúlkur.Maxwell, sem er sextug, var í desember dæmd fyrir að finna og tæla fjórar unglingsstúlkur þannig að Epstein gæti misnotað þær, en hann var þá kærasti Maxwell. Þó dómurinn virðist þungur þá átti Maxwell yfir höfði sér allt að 55 ára dóm fyrir mannsal á fjölda ungra stúlkna allt niður í 14 ára aldur.
Sjá einnig: Ghislaine Maxwell dæmd í 20 ára fangelsi – Kærastan sem hjálpaði Epstein að finna ungar stúlkur
Óhætt er að segja að dómurinn og ekki síður réttarhöldin yfir Maxwell hafi vakið mikla athygli og nú hefur hún, sem og höfuðpaurinn Jeffrey Epstein, hlotið makleg málagjöld. Eins og frægt varð fannst Epstein látinn í fangaklefa sínum í New-York borg en þar beið hann þess að svara fyrir glæpi sína. Er talið að hann hafi framið sjálfsmorð þó að samsæriskenningar séu á lofti um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef.
Maxwell, sem er sextug, var í desember dæmd fyrir að finna og tæla fjórar unglingsstúlkur þannig að Epstein gæti misnotað þær, en hann var þá kærasti Maxwell. Hún átti yfir höfði sér allt að 55 ára dóm fyrir mannsal á fjölda ungra stúlkna allt niður í 14 ára aldur.
Mörgum finnst þó afar ósanngjarnt að níðingarnir sem nýttu sér þjónustu Epstein og Maxwell hafi sloppið hingað til en talið er að í þeim hópi séu afar auðugir og valdamiklir menn.
Monica Lewinsky kjarnaði það ákall í fjórum kraftmiklum orðum í Twitter-færslu sem hlotið hefur mikla athygli. „Næstu er það karlmennirnir“
now do the men. https://t.co/2RqlXskUUm
— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) June 28, 2022