fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tölvuteks fyrir dóm – Skattsvik upp á 50 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 18:00

Hafþór Helgason. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var undir hádegi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Hafþóri Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tölvuteks. Hafþór er sakaður um meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri Tölvuteks.

Hafþór er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir hluta af rekstrarárinu 2019 upp á tæplega 15 milljónir króna. Þá er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum starfsmanna fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019, upp á samtals rúmlega 35 milljónir króna.

Þess er krafist að Hafþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í dag og má vænta þess að aðalmeðferð verði síðar í sumar eða í haust. Dagsetning fyrir aðalmeðferð hefur ekki verið ákveðin.

Tölvutek hætti starfsemi seint í júní 2019 en síðar sama sumar yfirtók Origo rekstur verslunarinnar og hefur hún síðan þá verið rekin undir annarri kennitölu. Það rekstrarfélag Tölvuteks sem Hafþór stýrði hefur verið afskráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Í gær

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni