fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

„Ekki fermeter laus“ á Suður- og Austurlandi – Skortur á hótelherbergjum í júlí hindrar ferðalög margra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 12:00

mynd/samsett skjáskot booking.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjört ófremdarástand er nú sagt ríkja á hótelmarkaði á Íslandi, og þá sér í lagi á suður- og austurlandi, en hótel og gistipláss eru nú af skornum skammti á svæðinu. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem DV hefur rætt við undanfarna daga.

Ef leitað er eftir lausum herbergjum fyrir litla vísitölufjölskyldu á Suðurlandi fyrir júlí er þá jafnframt iðulega gripið í tómt. Núll niðurstöður koma til að mynda á Booking.com fyrir júlí mánuð ef leita er eftir tveimur nóttum í röð á svæðinu í kringum Vík. Það sama má svo segja um Egilsstaði. Hótelrekandi á Austurlandi sem DV ræddi við sagðist aldrei hafa upplifað annað eins.

„Það selst allt, og það leigist allt út,“ segir ferðaskipuleggjandi í Reykjavík sem DV ræddi við, sem vildi þó ekki láta nafn síns getið. „Við höfum síðustu vikur tekið öll þau herbergi sem okkur býðst fyrir okkur kúnna.“ Aðspurður hvort hann hafi orðið var við miklar verðhækkanir, segir viðmælandinn svo ekki vera. „Þetta eru mjög svipuð verð og við vorum að sjá sumarið 2019. Hins vegar er allt að hækka, og launakostnaður skríður upp, svo við búumst við verðhækkunum með haustinu og á verðskrám fyrir næsta sumar. Það er óumflýjanlegt,“ bætir hann við.

„Þetta er júlí mánuður sem lætur svona við okkur, haustið og veturinn verða betri. En það vantar fleiri herbergi fyrir næsta sumar. Það er alveg ljóst. Við höfum þurft að takmarka verulega framboð á okkar ferðum í sumar með tilheyrandi tekjutapi og við vitum að ferðamenn sem ætluðu sér að aka sjálfir um Suðurland og jafnvel víðar hafa þurft að breyta sínum plönum verulega og jafnvel hætt við komu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði