Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Vladimir Pútín, forseti Rússland, hefði ekki hafið „hið brjálaða karlrembu“ stríð í Úkraínu hef hann væri kona. Orðin lét Boris falla í viðtali við þýsku fréttastofuna ZDF í tilefni af fundi G7-ríkjanna í Þýskalandi. Sagði Johnson ennfremur að leiðtogar G7-ríkjanna óskuðu sér einskis frekar en að stríðinu í Úkraínu myndi ljúka en engin lausn væri í sjónmáli eins og staðan væri núna. „Pútín er ekki að bjóða upp á neina friðarsamninga og Zelensky getur það ekki heldur,“ sagði Johnson.
Hann baunaði svo duglega á Rússlandsforseta.
„Ef þú vilt fullkomið dæmi um eitraða karlmennsku, þá eru það gjörðir hans [Pútín] í Úkraínu,“ sagði Johnson og kallaði eftir því að fleiri konur myndu komast í leiðtogastöður.
Johnson kvaðst gríðarlega ánægður með G7-fundinn og sagði að samband leiðtoga þessara öflugustu ríkja heims væri að verða „nánara og nánara“.
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, kallaði eftir því á fundi Öryggiráðs Sameinu þjóðanna í gær að Rússum yrði vikið úr bandalaginu. Zelensky ávarpaði fundinn í gegnum netið og sagði að Rússland væri orðið „hryðjuverkaríki sem fremdi dagleg hryðjuverk í Úkraínu“. Kallaði hann eftir því að Sameinuðu þjóðarinnar myndu koma á fót óháðri nefnd sem myndi rannsaka gjörðir Rússa og draga þá til ábyrgðar.