Icepharma hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað Muna rúsínur. Ástæða innköllunarinnar er að umrædd framleiðslulota stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotu:
Vörumerki | Muna |
Vöruheiti | Rúsínur |
Strikamerki | 5694230036257 |
Nettómagn | 500g. |
Best fyrir dagsetning | 31.12.2022 |
Lotunúmer | 311222 |
Innflytjandi | Icepharma, Lyngháls 13 |
Dreifing | Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín Verslun, Hjá Jóhönnu, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland, Veganmatur, HALPAL, Hlíðarkaup, Lyfjaver.
|
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir Berglind Deildarstjóri Heilsusviðs Icepharma í síma 540 8071 eða með tölvupósti á netfangið berglind@icepharma.is