Eldur hefur logað í dag í atvinnuhúsnæði í Dalshrauni 4 í Hafnarfirði og fékk DV senda meðfylgjandi mynd frá vettvangi frá lesanda.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fékk slökkviliðið tilkynningu um reyk frá húsinu og mætti á vettvang. Eldur kviknaði í klæðningu en eingöngu utandyra. Slökkvistarf hefur gengið vel og líklega er búið að slökkva allan eld. Hins vegar eru slökkviliðsmenn að rífa niður klæðningu til að ganga úr skugga um að enginn eldur logi enn í húsinu.