fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitácora-hótelið á Amerísku ströndinni á Tenerife þykir frábært, sundlaugargarður í fremstu röð, lífleg og skemmtileg dagskrá alla daga og frábær leiksvæði fyrir börn. En undanfarnar vikur – sumir segja undanfarna mánuði – hefur magapest herjað á gesti hótelsins. Pestin líkist nóróveirusýkingu en starfsfólk hótelsins hefur í samtölum við íslenska gesti hafnað því að þetta sé nóróveira. Ekki er vitað hvort faraldurinn er takmarkaður við þetta hótel en einn ferðalangur, sem gist hefur á hóteli við hliðina undanfarið, segir þó að þar hafi ekkert orðið vart við pestina.

Hildur Björg Ragnarsdóttir var hluti af sjö manna fjölskylduhópi sem hélt til á Bitácora dagana 7. til 15. júní. Hildur og hennar fólk flugu til eyjarinnar fögru beint frá Akureyri. Því miður fór megnið af ferðinni í glímu við veikindin því eitt barna Hildar veiktist eftir tvo daga en maður hennar og annað barn skömmu síðar. Auk þeirra voru tveir eldri ættingjar með í för en af þessum sjö manna hópi veiktust semsagt þrjú en fjögur sluppu.

Hildur segist hafa orðið mikið vör við veikindin á hótelinu. „Í matsalnum var strákur sem gubbaði á bak við okkur, það var gubbað í sundlaugina og henni lokað í kjölfarið, það var líka gubbað hjá lyftunum. Margir Íslendingar á hótelinu voru lasnir þá daga sem við vorum þarna, þar á meðal var ein lítil stúlka sem var veik nánast alla ferðina, var með háan hita en gubbaði ekki,“ segir Hildur í viðtali við DV.

Pestin lýsir sér í uppköstum, niðurgangi og hita en það er einstaklingsbundið hvernig þessi einkenni leggjast á fólk. „Ég slapp alveg og dóttir mín líka en við vorum við það að leita til læknis því okkar yngsta barn, sem er bara tveggja ára, fékk mikinn hita í tvo daga eftir að hafa gubbað. Hann var rosalega slappur en hresstist svo við allt í einu.“

Þar sem Hildur og hennar fólk leitaði ekki til læknis liggur ekki fyrir nein greining á veikindunum. Hún segir að starfsfólk hótelsins hafi aðspurt hafnað því að um nóróveirusýkingu væri að ræða. Starfsfólki hafi einnig haldið því fram að það væru ekkert meiri veikindi í gangi á hótelinu en vanalega og engar tilkynningar um málið voru birtar af hálfu hótelsins.

Hildur segir einnig hvimleitt að sprittbrúsar sem staðsettir eru á hótelinu séu iðulega tómir. Hennir þykir nokkuð súrt að megnið af vikulangri ferð fjölskyldunnar hafi farið í glímu við þessi veikindi.

Því hefur verið haldið fram í eyru Hildar að þetta ástand hafi varað á hótelinu síðan í apríl. Hún getur þó ekki staðfest að svo sé.

Öll þrjú veiktust

Önnur kona sem ekki vill láta nafn síns getið er stödd núna úti á Tenerife, undir lok þessa mánaðar. Hún er þarna með eiginmanni sínum og syni en þau fengu öll þessa dularfullu pest.

„Við fengum öll eitthvað í magann en okkur er öllum batnað. Maðurinn minn lá í tvo daga og ég líka. Strákurinn okkar gubbaði bara einu sinni og var síðan orðinn hress eftir nóttina,“ segir konan í samtali við DV.

Konan segist hafa upplifað andvaraleysi og áhugaleysi hjá starfsfólki hótelsins vegna málsins. Henni hafi komið á óvart að fólkið hafði ekkert heyrt um veikindin. „Við lögðum til að það yrði bætt í smitvarnir, fleiri sprittbrúsar yrðu settir upp og það yrði boðið upp á einnota hanska í matsalnum, en ekkert slíkt var gert,“ segir konan.

Konan vill undirstrika að hótelið sé að öðru leyti frábært. „Þetta er æðislegt hótel, þvílík afþreying í boði, sundaðstaða og leiksvæði fyrsta flokks,“ segir hún.

Engin hreinlætisvandamál á hótelinu

DV náði sambandi við hótelstjóra Bitácora sem segir að undanfarna viku hafi verið í gangi pest sem lýsi sér aðallega í hálseymslum. Sá faraldur sé ekki rakinn til hótelsins heldur sé í gangi á eyjunni.

Kona þessi segir ennfremur að vont sé að lesa í fjölmiðlum um nóróveirusýkingu á hótelinu þegar ekkert slíkt sé í gangi í raunveruleikanum. Það sé líka niðurstaða skoðunar greiningarfyrirtækis á staðnum að engin hreinlætisvandamál séu á Bitácora-hótelinu.

DV vill undirstrika að ekki liggur fyrir hvort faraldurinn sem hér um ræðir verður rakinn til hótelsins eða til annarra staða á eyjunni fögru, Tenerife.

Hótelið hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins, á íslensku:

„Vegna upplýsinga sem hafa birst á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum á Íslandi undanfarna daga og fjalla um nóróveirufaraldur á hótelinu okkar, viljum við upplýsa alla viðskiptavini okkar og tengiliði um að við höfum ekki fengið staðfestingu á því að um faraldur sé að ræða í okkar húsnæði. Það að ekki er um að ræða alvarleg tilfelli og að allar reglur um heilbrigði og hreinlæti eru uppfylltar, er staðfest af BIOLAB greiningarfyrirtækinu, og deilum síðustu tveimur skýrslum frá þeim dagsettum 7. og 27. júní. Ennfremur getur sjálfstæð læknisþjónustan sem hefur meðhöndlað nokkra viðskiptavini ekki staðfest að um nóróveiru sé að ræða hjá sjúklingunum sem voru meðhöndlaðir í júní og hefur hún upplýst að sjúklingarnir hafi verið með væg einkenni magaóþæginda sem hvorki hafi kallað á innlögn né aðra læknisheimsókn.

Þrátt fyrir þessa staðfestingu hafa reglur um sótthreinsun og hreinlæti á hótelinu verið hertar til að auka öryggi gesta okkar enn frekar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu