fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Allt að sex ára fangelsi liggur við meintu broti Arnars og Vítalíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 16:06

Vítalía Lazareva og Arnar Grant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og rækilega hefur verið tíundað í fjölmiðlum í dag hafa athafnamennirnir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Már Jóhannesson kært þau Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn einkalífi.

Málið tengist frásögn Vítalíu af meintu kynferðisbroti og frelsissviptingu mannanna þriggja gegn sér í sumarbústaðarferð í Skorradal haustið 2020. Sagði hún þá sögu í viðtali við Eddu Falak sem vakti þjóðarathygli og leiddi til þess að mennirnir þrír létu af störfum sínum.

Samkvæmt frétt RÚV hefur Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfest að kæra þremenninganna á hendur Vítalíu og Arnari var lögð fram á föstudag. Þar kemur einnig fram að engin kæra á hendur þremenningunum frá Vítalíu liggur fyrir en hún hefur margboðað að hún muni kæra mennina.

DV hefur ekki tekist að ná sambandi við Vítalíu símleiðis í dag.

251. grein hegningarlaga

Rétt er að halda til haga, áður en lengra er haldið, að grundvallarmunur er á kæru og ákæru. Kæra til lögreglu segir ekkert til um sekt eða sakleysi. Einstaklingar geta kært aðra einstaklinga til lögreglu fyrir meint lögbrot en rannsókn lögreglu leiðir síðan í ljós hvort til efni er til að  ákæra í máli. Héraðssaksóknari eða ákærusvið lögregluembætta ákæra ef forsendur eru til slíks.

Sú lagagrein sem er undir í kæru þremenninganna gegn Vítalíu og Arnari er 251. grein  hegningarlaganna, en brot á henni getur varðað fangelsi allt að sex árum:

„Hver, sem hefur fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík