fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sjálfstæðismennirnir Friðjón og Brynjar hnakkrífast um þungunarrofsdóminn í Bandaríkjunum – „Þetta er bara þvæla í þér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. júní 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade frá árinu 1973 hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. Í hinum tæplega 50 ára dómi komust þáverandi Hæstaréttardómarar að þeirri niðurstöðu að þungunarrof væri stjórnarskrár varinn réttur í Bandaríkjunum. Um leið og dómurinn féll tóku samstundis gildi ný lög í þrettán ríkjum Bandaríkjanna þar sem þungunarrof var bannað.

„Pólitík klædd í lögfræði“

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann harmaði niðurstöðuna og sagðist óttast að Bandaríkin hætti að vera lýðræðisríki og verði ofurselt kristilegu trúarræði. Þá væri það barnaskapur að halda öðru fram en að niðurstaða Hæstaréttar væri „pólitík klædd í lögfræði.“

„Ef dómur hæstaréttar Bandaríkjanna sl föstudag snérist bara um lögfræði væru tveir tugir ríkja Bandaríkjanna ekki búin að þrengja þannig að rétti kvenna að um leið og dómurinn féll var lokaði á öll úrræði kvenna til þungunarrofs. Ef dómurinn væri hrein lögfræði hefðu allir dómararnir sagt skoðun sína á Roe vs. Wade þegar þeir voru tilnefndir, en ekkert þeirra gerði það. Því þau eru pólitískir dómarara í pólitískum rétti, í vinnu við að að koma áfram pólitískri stefnu,“ skrifaði Friðjón.

Færsla Friðjóns vakti talsverð viðbrögð en Brynjar Níelsson, flokksbróðir hans og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, réðst til atlögu og sagði póst borgarfulltrúans vera uppfullan af þversögnum og útskýrði svo mál sitt frekar.

„Hæstiréttur er bara að benda á að það er lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins sem eiga að setja lög og reglur en ekki skipaðir dómarar. Dómurinn er ekki að banna þungunarrof. Þannig að það er mjög sérstakt hjá Friðjóni að líta á þennan dóm sem aðför að lýðræðinu eða því sé hætta búin með þessum dómi. Hins vegar gerist það með gamla dóminum frá 1973 að réturinn setti lagareglur hvenær mætti eyða fóstri og hvenær ekki. Hann hefur ekkert með það að gera og tók sér vald sem er og á að vera hjá kjörnum fulltrúum,“ skrifaði Brynjar.

Við þetta tilsvar var Friðjón ekki sáttur og sagði Brynjar beita afar skapandi túlkun.

„Ég er að segja að dómurinn sé ekki bara lögfræði heldur pólitík. Það er pólitískt markmið hjá þessum dómurum að fella Roe vs Wade vegna þess að þessu fólki er uppsigað ekki bara við dóminn sem slíkan heldur því það er pólitísk sannfæring þeirra að það eigi að banna fóstureyðingar. Sannfæring sem þau földu við yfirheyrslur dómsmálanefndar öldungadeildarinnar og í samtölum við þingmenn. Svo segi ég ekki að dómurinn sé aðför að lýðræðinu, lestur betur maður, ég segi að ég óttist „fólkið og sjónarmiðin sem ráða réttinum“ muni verða banabiti lýðræðisins í BNA. Ég óttast að þessi meirihluti muni ekki standa í vegi fyrir valdaráni líkt og reynt var fyrir 18 mánuðum,“ skrifaði Friðjón.

Lýðræði er ekki bara þegar „rétta skoðunin“ verður ofan á.

Ekki stóð á svari frá Brynjari.
„Þetta er bara þvæla í þér. Það kemur ekki fram í dóminum þau sjónarmið að banna eigi fóstureyðingar heldur að þau réttindi séu undir lýðræðislega kjörnum fulltrúum, löggjafanum. Dómurinn tekur enga afstöðu til fóstureyðinga annað en að það sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur. Í gamla dómnum frá 1973 ákvað rétturinn að fóstureyðingar væri heimilar innan ákveðins tíma meðgöngu sem er ekkert annað en lagasetning. Ef þær eru mannréttindi varin af stjórnarskránni getur dómurinn ekki ákveðið einhver tímamörk. En hvernig getur það verið banabiti lýðræðis að segja í dómi að kjörnir fulltrúar fólksins setji lögin og reglurnar. Lýðræði er ekki bara þegar „rétta skoðunin“ verður ofan á.“
Friðjón ítrekaði þá skoðun sín að ákvörðun Hæstaréttar væri pólitík klædd í lögfræði. Brynjar mætti vera ósammála því frekar en að „að þvæla eitthvað um mótsagnir.“
„Ég tel að dómurinn sé um mikið meira en textann í dómnum. Mér finnst það augljóst af fagnaðarlátum andstæðinga fóstureyðinga og af þvi hvernig málinu var breytt í miðju ferli. Upphaflega, áður en Barret var sett í embætti var málinu ekki beint gegn Roe heldur var málatilbúnaður þannig að Missippi vildi fá að halda sínum lögum án þess að hafna Roe líkt og álit John Roberts var. En þegar Barret var sett í embætti var málinu breytt og því stefnt gegn Roe. Það er líka augljóst af því hvernig yfir 20 ríki eru með „trigger“ lög sem ganga í gildi núna þegar Roe hefur verið hnekkt. Það er pólitík, lýðræði sem fólk um öll Bandaríkin er að vakna upp við vondan draum af.
Varðandi tímamörkin, eru öll skilyrði sem Hæstiréttur BNA setur lagasetning? Og svo að lokum hver er tilgangur með dómurum yfirleitt ef þeir eiga bara að dæma eftir strangri bókstafstúlkun, þá er varla þörf fyrir dómara heldur myndi einföld orðaleit í lagasafni duga,“ skrifar Friðjón í deilu sem virðist hvergi nærri lokið.

 

Færsla Friðjóns:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni