Rússnesk eldflaug hæfði verslunarmiðstöð í Kremenchuk, Úkraínu í dag. Yfir 1.000 manns voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað, að minnsta kosti 10 manns eru látnir og tugir eru illa særðir. Fjölmargir festust inni í rústum verslunarmiðstöðvarinnar og líklegt er að tala látinna og særða eigi eftir að hækka.
Í myndböndum sem náðust af verslunarmiðstöðinni eftir árásina má sjá að það kviknaði í allri verslunarmiðstöðinni eftir að eldflaugin hæfði hana.
Kremenchuk right now… 🇷🇺deliberately hit shopping center, with more than thousand civilians inside. In the middle of the day. Just because it wants to kill. To fill everything up with Ukrainian blood. RF – a terrorist state. RF – the most disgusting war.#RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/nwAYQCrImb
— Михайло Подоляк (@Podolyak_M) June 27, 2022
Í frétt The Sun um málið er vitnað í ummæli fólks sem heyrast í fleiri myndböndum sem tekin voru á svæðinu. „Er einhver á lífi? Er einhver á lífi hérna?“ heyrist karlmannsrödd segja í einu þeirra. „Veggirnir eru að hrynja,“ heyrist annar maður segja í öðru myndbandi.
Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Telegram en þar sagði hann að það væri „ómögulegt að vona eftir kurteisi og mannúð frá Rússlandi“.
Þá segir hann að það sé „ómögulegt að ímynda sér“ fjölda þeirra sem urðu fyrir árásinni og ítrekaði að þessi verslunarmiðstöð væri hvorki að ógna rússneska hernum né sé hún með eitthvað strategíst mikilvægi.