fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

„Er einhver á lífi? Er einhver á lífi hérna?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júní 2022 18:01

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk eldflaug hæfði verslunarmiðstöð í Kremenchuk, Úkraínu í dag. Yfir 1.000 manns voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað, að minnsta kosti 10 manns eru látnir og tugir eru illa særðir. Fjölmargir festust inni í rústum verslunarmiðstöðvarinnar og líklegt er að tala látinna og særða eigi eftir að hækka.

Í myndböndum sem náðust af verslunarmiðstöðinni eftir árásina má sjá að það kviknaði í allri verslunarmiðstöðinni eftir að eldflaugin hæfði hana.

Í frétt The Sun um málið er vitnað í ummæli fólks sem heyrast í fleiri myndböndum sem tekin voru á svæðinu. „Er einhver á lífi? Er einhver á lífi hérna?“ heyrist karlmannsrödd segja í einu þeirra. „Veggirnir eru að hrynja,“ heyrist annar maður segja í öðru myndbandi.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlinum Telegram en þar sagði hann að það væri „ómögulegt að vona eftir kurteisi og mannúð frá Rússlandi“.

Þá segir hann að það sé „ómögulegt að ímynda sér“ fjölda þeirra sem urðu fyrir árásinni og ítrekaði að þessi verslunarmiðstöð væri hvorki að ógna rússneska hernum né sé hún með eitthvað strategíst mikilvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni