fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Eiríkur fékk nafnlausan póst sem honum finnst óþægilegur og óhugnanlegur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júní 2022 06:45

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus við íslenskudeild HÍ, hefur eins og margir tjáð sig með jákvæðum hætti um pólsku konuna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar í hátíðarhöldum á 17. júní. Hún heitir Sylwia Zajkowsku en ávarpið flutti hún með nokkuð sterkum pólskum hreimi. Það fór fyrir brjóstið á einhverum netverjum.

Eiríkur var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Sagði hann þar að Íslendingar þyrftu að vera sveigjanlegir gagnvart  því að fólk tali ekki lýtalausa íslensku, annars sé hætta á því að erlent fólk hér á landi einangrist:

„Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auð­velda þessu fólki að ná valdi á ís­lensku og sýna því þá þolin­mæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ó­sveigjan­leg í kröfum um ein­hverja full­komna ís­lensku, full­kominn fram­burð og full­komnar beygingar og svo fram­vegis?“

Eiríkur fékk mjög harkaleg viðbrögð við viðtalinu á Sprengisandi í gervi nafnlauss tölvupósts sem virðist hlaðinn útlendingaandúð. „Hatrið mun vaxa,“ segir maðurinn og virðist spá auknu ofbeldi vegna innflutnings á erlendu fólki til landsins.

„Í morgun var talað við mig í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í framhaldi af því sem ég skrifaði um daginn um erlendan hreim hjá fjallkonunni. Ég reikna með því að það sem ég sagði þar sé ástæðan fyrir því að ég fékk eftirfarandi nafnlausan tölvupóst áðan. Mér fannst það satt að segja frekar óþægilegt og óhugnanlegt,“ segir Eiríkur um þennan póst, en hann er eftirfarandi:

„Fólk vill ekki þennan mikla innflutning á útlendingum og þess vegna hatar fólk að pólsk manneskja skuli vera valinn og svo bætir það ekki að hún kunni ekki íslensku. Vinstra fólk eins og þú búið í LA LA landi. Þið hafið enga tilfinningu hvað er að gerast í hausi fólks. Hatrið mun bara vaxa og það er á ábyrgð fólks eins og þér. Að flytja fólk frá öðrum menningum í stórum stíl er hættulegt fyrir lýðræðið. Ekki málfar. Hennar vankunnátta hafði minnst um það að segja að fólk tjáir sig um þetta á neikvæðan hátt. Fullt af fólki hatar og eða fyrirlíta Pólverja. Maðurinn sem skaut á Pólverjann vissi að hann var að skjóta á útlending og jafnvel að hann var að skjóta á Pólverja. Kannski var fjallkonuatriðið hvötin af því. Það sem fyllti mælinn hjá honum. Bullið sem kemur oft frá álitsgjöfum í fjölmiðlum er stundum alveg einstakt. Svo ýtur þú enn meira undir þetta hatur með því að segja að það muni koma ennþá fleiri útlendingar í landið og gerir sjálfan þig augljóslega að manni sem óskar eftir fjölmenningu vegna einhverja undarlegra hvata og eða kannski eingöngu byggt á einhverri undarlegri hugmyndarfræði að við munum öll vera svo hamingjusöm sem ólíkt fólk með ólíkar hugmyndir um lífið. Að það sé allt í lagi að flytja inn fólk í stórum stíl sem hafa mikla fordóma gagnvart samkynhneigðum og fólki af öðrum kynþáttum. Þá er ég að tala um Múslima, Pólverja og Úkraníumenn til dæmis. Þeirra fordómar eru miklir. Talaðu við tíu Pólverja og að minnsta kosti fimm þeirra munu sýna fordóma. Talaðu við tíu trúariðkandi Múslima og að minnsta kosti fimm þeirra munu tjá hatur gagnvart Vesturlöndum og fylgni gagnvart Sharía lögum. Þið í Háskólanum sjáið heiminn í einhverri síu sem byggist ekki á staðreyndum. Frekar óskhyggju. Fræðasamfélagið er ekki gáfaðri en það. Byggir meira á hugmyndarfræði frekar en staðreyndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“