fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Vill að Íslendingar verði sveigjanlegri með tungumálið

Rafn Ágúst Ragnarsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 14:08

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar hvatti hann Íslendinga til að vera þolinmóðari við útlendinga sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim.

Hann tók það fram hve ánægður hann hafði verið með ávarp fjallkonunnar sem var í ár flutt af henni Sylwiu Zajkowsku með áberandi pólskum hreim. „Ég skil það svo sem vel í þessu til­viki að sumum hafi gengið mis­jafn­lega að skilja fjall­konuna því að auð­vitað var sterkur er­lendur hreimur í máli hennar,“ sagði Eiríkur í þættinum.

Hefur áhyggjur af því að fólk einangrist

Hann sagðist einnig óttast það að ef Íslendingar séu ekki sveigjanlegri í kröfu sinni um lýtalausa íslensku sé hætta á að fólk af erlendu bergi brotið einangrist og aðlagist ekki.

„Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auð­velda þessu fólki að ná valdi á ís­lensku og sýna því þá þolin­mæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ó­sveigjan­leg í kröfum um ein­hverja full­komna ís­lensku, full­kominn fram­burð og full­komnar beygingar og svo fram­vegis?“ sagði Ei­ríkur.

„Og þeir ein­angrast bara í sam­fé­laginu. Og það er náttúru­lega stór­hættu­legt bæði fyrir ís­lenskuna og náttúru­lega fólkið sjálft og bara lýð­ræðið í landinu,“

Prófessor í ís­lensku hvetur Ís­lendinga til að sýna út­lendingum sem tala ó­full­komna ís­lensku eða ís­lensku með sterkum hreim þolin­mæði. Hann var á­nægður með á­varp fjall­konunnar í ár sem flutti ís­lenskt ljóð á þjóð­há­tíðar­daginn með sterkum pólskum hreim.

 

Fjall­konan í ár var Sylwia Za­jkowska sem flutti til landsins frá Pól­landi en hún flutti ljóð í til­efni þjóð­há­tíðar­dagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálms­dóttur.

En sú stað­reynd að fjall­konan væri pólsk í ár og flytti á­varp sitt með á­berandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjall­konan eigi að tala á lýta­lausri ís­lensku.

„Ég skil það svo sem vel í þessu til­viki að sumum hafi gengið mis­jafn­lega að skilja fjall­konuna því að auð­vitað var sterkur er­lendur hreimur í máli hennar,“ segir Ei­ríkur Rögn­valds­son prófessor emerítus við ís­lensku­deild Há­skóla Ís­lands. Hann var gestur þáttarins Sprengi­sands á Bylgjunni í morgun.

„Við erum svo vön því að búa í ein­tyngdu sam­fé­lagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á ís­lensku að móður­máli.“

Þetta telur Ei­ríkur eina helstu á­stæðu þess hve Ís­lendingar geta verið ó­þolin­móðir gagn­vart fólki af er­lendum upp­runa sem reynir að tala ís­lensku.

Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist

Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af er­lendum upp­runa og að þeim muni fjölga í fram­tíðinni.

„Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auð­velda þessu fólki að ná valdi á ís­lensku og sýna því þá þolin­mæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ó­sveigjan­leg í kröfum um ein­hverja full­komna ís­lensku, full­kominn fram­burð og full­komnar beygingar og svo fram­vegis?“ segir Ei­ríkur.

Fari Ís­lendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á ís­lensku.

„Og þeir ein­angrast bara í sam­fé­laginu. Og það er náttúru­lega stór­hættu­legt bæði fyrir ís­lenskuna og náttúru­lega fólkið sjálft og bara lýð­ræðið í landinu,“ segir Ei­ríkur.

Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í sam­fé­lagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjall­konunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít