Það fer ekki á milli mála að tilkynning tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur á samfélagsmiðlum í gær vakti mikla athygli, en hún greindi frá því að hún og Alexander Alexandersson, sem er fæddur 1998 og því töluvert yngri en Svala, væru komin á fast eftir að hafa verið að hittast í nokkrar vikur.
Fréttablaðið skrifaði um þetta frétt og birti hana á Facebook-síðu sinni. Þar tjáðu margir sterkar skoðanir en Svölu fannst hún ekki geta hunsað eina tiltekna athugasemd.
Hún hljóðar svo: „Vonandi ekki annar dópsali, en það er þó alltaf betra að fá dópið frítt.“
Þá svaraði Svala: „Elsku þú. Rosalega ertu óviðeigandi! Ég hef aldrei á ævi minni tekið eiturlyf og ég drekk ekki einu sinni áfengi, vonandi líður þér vel að tala svona um persónu sem þú þekkir ekki neitt. Sendi þér faðmlag því þú þarft greinilega á því að halda.“
Hátt í fimm hundruð manns hafa brugðist við athugasemd Svölu.