Lögreglan í East London í Suður-Afríku rannsakar dularfullan harmleik. Minnst 20 ungmenni létust í gærnótt á skemmtistað af ástæðum sem liggja enn ekki fyrir. BBC greindi frá þessu
Lík fórnalambanna, sem talin eru vera á aldrinum átján ára til tvítugs, voru fundin á Enyobeni Tavern. Miðill á svæðinu greindi frá því að „lík lágu á borðum, stólum og gólfinu, með enga sýnilega áverka.“ Lögreglan sagði að það væri verið að rannsaka málið og að þau vildu ekki deila neinum tilgátum á þessu stigi málsins.
Alls kyns kenningar eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, meðal þeirra er sú að einhvers konar mannþröng hafi myndast og að þau hafi troðist undir. Yfirvöld segja að flestir þeir sem voru á skemmtistaðnum voru að fagna svokölluðu „pens down,“ eða próflokum. Fjöldi látinna gæti vaxið þar sem enn liggja margir á spítala.