fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Uppnám á Twitter vegna banns við þungunarrofi í BNA – Hvernig væri að „fokkfrussast til að láta annarra kvenna leg í friði?“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 24. júní 2022 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttirnar sem skekja heimsbyggðina eru ný lög sem banna þungunarrof og tóku samstundis gildi í þrettán ríkjum Bandaríkjanna í dag þegar úrskurður Hæstaréttar féll í máli Roe gegn Wade. Búist er við að þetta gerist í enn fleiri ríkjum Bandaríkjanna í framhaldinu.

Dómur í máli Roe gegn Wade féll árið 1973 þar sem var staðfest að þungunarrof væri stjórnarskrárvarinn réttur í Bandaríkjunum. Hæstiréttur hefur nú snúið þessu við og komist að þeirri niðurstöðu að þetta séu ekki stjórnarskrárvarin réttindi heldur sé það í höndum löggjafans í hverju ríki að ákveða hvort konur fái þennan rétt.

Íhaldsmenn hafa lengi reynt að fá dómnum hnekkt og ná þessum breytingum fram. Þessi breyting er afleiðing valdatíðar Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta en hann fjölgaði íhaldssömum hæstaréttardómurum með því að skipa þrjá af þeim sem dómurum sem sitja í hæstarétti.

Rétturinn til þungunarrofs hefur nú fallið úr gildi í um helmingi Bandaríkjanna.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa á Twitter.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði mikilvægt að auka réttindi kvenna en ekki takmarka þau.


Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og meðlimur Öfga, segir þetta ekki snúast um að vera „pro life“ heldur „pro fátækt.“


Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, leggur til að Bandaríkin gangi bara alla leið og taki upp nafnið Gilead, og vísar þar í distópísku bókina The Hand Maids Tale

Fanney Birna Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona hjá RUV, segir þetta ævintýralega sturlað.

Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og auglýsingamaður, er afar ósáttur og sparar ekki stóru orðin.

Baráttuhópurinn Öfgar sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem þær segjast miður sín og benda til að mynda á að nú þurfa þolendur nauðgana jafnvel að ganga með barn nauðgara síns.

Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, deilir tvíti þar sem segir að þetta snúist ekki um velferð fólks heldur um að stjórna því.


Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, bendir á hræsnina sem felst í að Bandaríkjamenn mega ganga með skotvopn hvar sem er en konur fá ekki að ráða yfir eigin líkama.

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, fordæmir þetta harðlega en sem kunnugt er þá er hún gift Barack Obama sem var forseti á undan Donald Trump, en það er einmitt sú staðreynd að Trump fjölgaði íhaldssömum hæstaréttardómurum í sinni valdatíð sem gerði þessa breytingu mögulega.


Við látum hér að lokum fylgja tengil á Tvít sem er að fara „viral“ um heiminn. Þarna er verið að spyrja fólk á götunni í Bandaríkjunum hvað því finnst um þungunarrof. Sá sem þarna er spurður ljóstrar því síðan upp að hann sé fyrrverandi forseti Planned Parenthood í New York sem hefur barist fyrir rétti kvenna til að hafa yfirráð yfir eigin líkama og mega fara í þungunarrof ef þær svo kjósa, og amma hans sé stofnandi Planned Parenthood. Hann segir ekki hægt að koma í veg fyrir þungunarrof með því að gera það ólöglegt. Það sem gerist er að þungunarrof hætti að vera gert á öruggan hátt og lífi og heilsu kvenna stofnað í hættu. Auk þess mun þetta bitna verr á konum í minnihlutahópum sem síður hafa efni á að ferðast til að fara í þungunarrof.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“